Miðnætursprengja í Kringlunni

„Litirnir eru bjartir og skemmtilegir. Rauðu litirnir eru áberandi en við þurfum á þeim að halda eftir þungan vetur. Einnig er mikið um sæta blómakjóla,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC, um tískustraumana þessa dagana.

Það verður mikið um dýrðir í Kringlunni í kvöld þegar haldin verður svokallaður Miðnætursprengja. Kringlan verður opin til miðnættis og verslanir bjóða upp á mikinn afslátt.

„Við höldum stóra tískusýningu klukkan 21. Síðan verður módelleit, fríar tískumyndatökur og förðunarráðgjöf,“ segir Birta Flókadóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.

Meðal þeirra verslana sem taka þátt í fjörinu eru Herragarður og Hugo Boss. Verslunarstjórarnir Vill Svan og Pétur Ívarsson vita upp á hár hvernig herratískan er þessi misserin og verða viðskiptavinum til halds og trausts. Þeir boða endurkomu herramannsins.

„Tískan er orðin herralegri. Það er minna um götulúkkið,“ segir Pétur og bætir við að litaðar skyrtur og sokkar séu einnig áberandi. Hægt er að sjá nánari dagskrá fyrir kvöldið á heimasíðu Kringlunnar.

6222
01:57

Vinsælt í flokknum Lífið