Klinkið - Hermann Björnsson

Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu.

4287
22:32

Vinsælt í flokknum Klinkið