Í bítið - ABC Guðrún Margrét Pálsdóttir formaður ABC Barnahjálpar

ABC barnahjálp, sem er íslenskt hjálparstarf, hefur lent í ýmsum áskorunum vegna gengis krónunnar við að sjá fyrir þeim 12.000 börnum sem starfið hefur tekið að sér með hjálp stuðningsforeldra. En þrátt fyrir hindranir hefur ABC barnahjálp tekist að hefja framkvæmdir við nýjan skóla í Pakistan og kaupa sína fyrstu lóð í Naíróbí þar sem Þórunn Helgadóttir og samstarfsfólk hennar í Kenýa vinna nú hörðum höndum við að koma upp bráðabirgðahúsnæði fyrir skóla og heimavist. Með því að vera með starfsemina á eigin landi sparast miklir peningar sem hægt er að nýta beint í þágu barnanna en fjármagn vantar hins vegar til að styðja við börnin og ljúka framkvæmdum.

4698

Vinsælt í flokknum Bítið

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.