Ísland í dag - Hafa komist í Illums Bolighus og vilja lengra

Þegar fólk hugsar um hönnun hugsa margir til Danmerkur enda eru þeir ekki bara góðir í að hanna heldur líka að markaðssetja vörur sínar. Íslendingar eiga líka góða hönnuði, markaðssetning hefur þó verið af skornum skammti í gegnum tíðina en það er að breytast og það hratt. Í þætti kvöldsins hittum við Rögnu Söru Jónsdóttur (Ragna Sara Jonsdottir), eiganda FÓLKs og þrjá hönnuði fyrirtækisins sem hafa komið með trukki inn á markaðinn, selt vörur sínar í verslunum eins og Illums Bolighus í Kaupmannahöfn og ætla sér stóra hluti. Þá kíkjum við í verslunina Epal sem þekktust er fyrir að selja hágæða danskar hönnunarvörur en þar hefur stórt rými nú verið tekið sérstaklega undir íslenskar fallegar hönnunarvörur enda Hönnunarmars kominn á fullt.

2185
11:33

Vinsælt í flokknum Ísland í dag