Gangtruflanir í níuþúsund tonna gámaflutningaskipi

Landhelgisgæslan setti laust eftir hádegi í dag varðskip, þyrlu og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum í viðbragðsstöðu eftir að tilkynning barst um gangtruflanir í níuþúsund tonna gámaflutningaskipi. Skipið var statt úti fyrir Reykjanesskaga. Til að hafa varann á var áhöfn a þyrlu Landhelgisgæslunnar sett í viðbragðsstöðu en varðskipið Þór silgdi þegar á móts við skipið og varðskipið Týr gert tilbúið til að halda af stað frá Reykjavík. Á þriðja tímanum fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar svo þær upplýsingar frá áhöfn skipsins að hætta á frekari gangtruflunum væri liðin hjá og var viðbúnaðarstig lækkað. Skipið var væntanlegt til Reykjavíkur síðdegis í dag.

23
00:45

Vinsælt í flokknum Fréttir