Ákveðið rof í meðferð sjúklinga

Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands segir að ákveðið rof hafi komið í meðferð sjúklinga þegar kórónufaraldurinn og takmarkanir tengdar honum stóðu sem hæst. Komum á bráðamótttöku geðdeildar fækkaði og margir læknar tóku sér frí. Talsvert var um að meðferð færi fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað en Óttar reiknar ekki með að breytingin muni hafa alvarlegar afleiðingar. Aðlögun samfélagsins að breyttum aðstæðum þurfi ekki endilega að vera neikvæð.

3
02:29

Vinsælt í flokknum Fréttir