Ísland í dag - Dásamlegur heilsumatur

Í Íslandi í dag sjáum við seinni hlutann af viðtalinu sem Vala Matt tók við Sólveigu Sigurðardóttur sem fyrir nokkrum árum var offitusjúklingur sem var að kljást við ýmis heilsuvandamál og þurfti að taka fjölda lyfja. Í dag aftur á móti er Sólveig heilum 50 kílóum léttari og alveg lyfjalaus eftir að hafa breytt um mataræði og lífsstíl. Og nú heldur Sólveig fyrirlestra um allan heim um sína reynslu og miðlar jákvæðum lausnum til betri heilsu. Svo kennir hún einnig á líkamsræktar og heilsustöðinni Heilsuborg. Sólveig sagði okkur sína sögu í Íslandi í dag um daginn en þann þátt má sjá hér á vísi. Núna ætlar hún að gefa okkur nokkrar uppskriftir að dásamlegum heilsumat sem hjálpar okkur að halda þyngdinni í skefjum og á sama tíma gleðja bragðlaukana.

2493
11:17

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.