Tala látinna komin upp í 290 og yfir 500 eru særðir

Tala látinna í sprengjuárásunum í kirkjum og á hótelum í Sri Lanka í gær er komin upp í 290 og yfir fimm hundruð eru særðir. Lögregla hefur handtekið 24 í tengslum við árásirnar. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð en talið er að öfgasamtök islamista sem kalla sig National Thowheeth Jamath, eða NTJ, standi þeim að baki. Verið er að kanna hvort samtökin, sem eru frá Sri Lanka hafi notið alþjóðlegs stuðnings.

15
01:14

Næst í spilun: Fréttir

Vinsælt í flokknum Fréttir