Boð og bönn í mataræði ekki alltaf góð

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur sagði frá því í Íslandi í dag fyrir ári síðan hvernig hún náði sér eftir alvarlegan taugasjúkdóm og lömun og náði að stíga uppúr hjólastólnum og ná fullri heilsu, meðal annars með breyttu mataræði og lífsstíl og með því að huga að andlegri heilsu. Og hún fór einnig í framhaldi af því í mastersnám í næringarfræði í Háskóla Íslands sem bjargaði lífi hennar. Viðtalið varð til þess að nú er komin út bók eftir Elísabetu sem alveg hefur slegið í gegn. Vala Matt fór og forvitnaðist um tilurð bókarinnar og fékk einnig að heyra af spennandi heilsunámskeiðum sem hún heldur með Alberti Eiríkssyni sem sjálfur losnaði við ýmsa líkamlega kvilla eftir að hafa fengið ráðgjöf hjá Elísabetu. Og svo heyrum við af því hvernig Elísabet hreinlega bjargaði lífi Olgu Helgadóttur sem var offitusjúklingur í bullandi næringarskorti.

9772
11:31

Vinsælt í flokknum Ísland í dag