Björk kemur fram á skólaballi MH

Tónlistarkonan Björk mun þeyta skífum á lokaballi Menntaskólans við Hamrahlíð þann 10. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nemendafélagi skólans en Björk hefur ekki komið fram hér á landi síðan í apríl á síðasta ári þegar hún hélt tvenna tónleika í Háskólabíó sem mörkuðu upphaf Utopia-túrsins. Vekja þessa tíðindi mikla undrun þar sem tónlistarkonan heimsfræga tekur almennt ekki að sér svona smærri verkefni eins og menntaskólaböll. Í næsta mánuði mun Björk halda fjölda tónleika í New York við opnun tónlistarhússins The Shed.

369
07:12

Næst í spilun: Tala saman

Vinsælt í flokknum Tala saman

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.