Gissur Sigurðsson látinn

Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt, 73 ára að aldri. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. Ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar, sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd, einarðri fróðleiksfýsn og yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku samfélagi. Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og sjö barnabörn. Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar minnast Gissurar með mikilli virðingu og hlýju. Í minningu hans hlýðum við nú á lítinn hljóðbút; broti af því besta úr spjalli Gissurar við Bítismenn í gegnum árin.

7
01:29

Vinsælt í flokknum Fréttir