Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr

Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Roberts Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boðinu. Þá helst að einungis tólf þingmenn áttu að fá að sjá skýrsluna. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur lagt fram stefnu og krafist þess að fá skýrsluna í heild ásamt fylgi -gögnum auk þess sem hann hefur boðað Mueller á fund nefndarinnar.

13
00:36

Vinsælt í flokknum Fréttir