Tveir trójuhestar í boði VG?

Rósa og Andrés eru flúin úr VG og inn í sitthvorn flokkinn. Erfitt getur þó reynst að kenna gömlum hundi að sitja og virðast þau eiga erfitt með að hrista af sér áráttuhegðunarsjúkdóm VG: Að vilja banna allt mögulegt og ómögulegt. Eldur og brennisteinn spyr sig því hvort þau séu hluti af stærra samsæri um að breyta öðrum flokkum í VG? Eru þessir fyrrum flokksgæðingar nú orðnir trójuhestar og forræðishyggjuyfirtaka í bígerð? Og fyrst við erum að tala um hross, væru þau þá ekki best geymd í Miðflokknum? Þetta er brot úr nýjasta þætti Elds og brennisteins. Hægt er að heyra allan þáttinn með því að smella á Eldur og brennisteinn flipann hér að neðan. BYKO býður upp á þáttinn.

2080
18:19

Vinsælt í flokknum Eldur og brennisteinn