Pétur Jóhann er holdgervingur verðleikasamfélagsins

Heiðar Sumarliðason og Pétur Jóhann Sigfússon mættust eitt sinn á sviði skemmtistaðarins sáluga Astró í úrslitum keppninnar Fyndnasti maður Íslands. Eftir hörkukeppni var Pétur krýndur sigurvegari. En Heiðar er ekkert fúll, enda Pétur miklu fyndnari, og bauð Heiðar honum í Stjörnubíó í tilefni af því að 20 ár eru síðan þeir öttu kappi. Spjölluðu þeir m.a um tilraun Péturs til að komast inn í Leiklistarskóla Íslands og hvernig þeir störfuðu báðir í BYKO til margra ára, þó í sitthvoru lagi. Þetta er brot úr þættinum Stjörnubíó sem er á dagskrá X977 alla sunnudaga kl 12:00. Hægt er að nálgast allan þáttinn á útvarpsvef Vísis.

707
11:25

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.