Dettifossvegur lokaður vegna vatnselgs

Vegna mikils vatnselgs og leysingar varð að loka við Dettifoss í morgun um óákveðinn tíma og er því Dettifossvegur lokaður þar til talið verður óhætt að hleypa fólki inn á svæðið. Þá er mjög mikið rennsli í flestum ám á landinu vegna hlýinda og leysinga. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að ferðamenn sýni aðgát í nágrenni við þær.

52
01:44

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.