Litli/Stóri - Sunnlensk sveifla

Útvarpsþátturinn Litli/Stóri (þáttur í þróun) var í miklu fjöri þennan föstudaginn. Suðurlandsundirlendið var í brennidepli þar sem Ingimar Helgi (litli) var valinn Sunnlendingur vikunnar á sunnlenska.is. Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri vefsins, var á línunni og fór yfir hvað þú þarft til brunns að bera til þess að hljóta þessa nafnbót. Þátturinn hélt áfram að hringja til Færeyja og kanna hvort að vinnandi fólk í Þórshöfn kannaðist við Jógvan Hansen. Sunnlendingurinn Atli Fannar fór yfir fréttir vikunnar. Hreiðar Levý silfurdrengur fór yfir handboltann og svo komu fyrstu tölur í stóra átakinu sem Tommi er kominn í og voru þær vægast sagt sláandi. Maraþonhlauparinn Arnar Pétursson var Tomma til halds og trausts og gaf honum góð ráð.

840
2:59:00

Næst í spilun: Tommi Steindórs

Vinsælt í flokknum Tommi Steindórs