Konan sem stakk undan Ross með endurkomu á Netflix

Þættir þar sem aðalpersónan glímir við fötlun eru sífellt að verða meira áberandi, t.d. Atypical og Speechless. Special er nýjasta viðbótin, gamanþáttur á Netflix um ungan samkynhneigðan mann sem fæddist með cerebral palsy og hvernig honum gengur að pluma sig í hinum stóra heimi. Skemmtileg og óvænt viðbót við flóruna, þar sem Ryan O´Connell, sem sjálfur glímir við cerebral palsy, er allt í öllu sem höfundur og aðalleikari. Jessica Hetch (betur þekkt sem konan sem stakk undan Ross í Friends) fær loks eitthvað almennilegt að gera og fer með hlutverk móður hans. Heiðar Sumarliðason rabbaði við Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og Bjartmar Þórðarson um Special. Þetta er brot úr útvarpsþættinum Stjörnubíó, sem er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00. Hægt að er finna þáttinn í heild sinni á útvarpssíðu Vísis.

672
11:34

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó