Fleiri fréttir

Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir?

Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla.

Saka SBF og fé­laga um hundruð ó­lög­legra kosninga­fram­laga

Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög.

Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra.

Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að tak­marka sam­skipti hans

Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni.

Vonast eftir nýjum for­stjóra Twitter fyrir árs­lok

Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023.

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Kansas City Chiefs unnu sigur í æsispennandi Super Bowl leik í nótt. Það skiptir þó ekki öllu máli því Ofurskálin svokallaða er gífurlega mikilvæg þegar kemur að auglýsingum.

Setja gervigreind í farþegasætið á netinu

Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur.

Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðs­mis­notkunar

Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018.

Fimm­tán ára gamall sími á sjö milljónir

Fyrsti iPhone síminn kom út í júní árið 2007 og seldist í sex milljónum eintaka. Eitt þessara eintaka er nú til sölu á uppboði hjá bandaríska uppboðshúsinu LCG Auctions. Búist er við því að síminn seljist á yfir 50 þúsund dollara, eða rétt rúmlega sjö milljónir í íslenskum krónum.

Ástralar vilja ekki borga með Karli

Karl III konungur verður ekki á nýjum fimm dollara seðli Ástrala. Verið er að endurhanna seðilinn og verður móðir hans, Elísabet II, fjarlægð af seðlinum. Í staðinn verður seðillinn til heiðurs innfæddum Áströlum.

Flug­fé­lagið Flyr gjald­þrota

Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. 

Sögu Irma-verslana í Dan­mörku að ljúka

Stórtíðindi bárust af dönskum matvörumarkaði í morgun þegar tilkynnt var að til verslanir Kvickly, SuperBrugsen og Irmu verði sameinaðar undir einu merki. Verslanirnar verða reknar undir merkjum Coop frá og með næsta hausti.

Flybe aftur farið á hausinn

Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna.

Fyrr­verandi for­stjóri Swed­bank sýknaður

Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum.

Vilj­a skipt­a Go­og­le upp vegn­a ein­ok­un­ar­stöð­u

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og átta ríki höfðuðu í gær mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, vegna einokunarstöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði á netinu. Lögsóknin gæti leitt til þess að félaginu yrði skipt upp.

Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet

Forsvarsmenn Alphabet, móðurfélags Google, hafa tilkynnti að tólf þúsund starfsmönnum félagsins verði sagt upp. Það samsvarar um sex prósentum af öllum starfsmönnum Alphabet en Sundar Pichai, forstjóri bæði Alphabet og Google, tilkynnti ákvörðunina í dag.

Stofnandi Netflix hættir sem forstjóri

Stofnandi Netflix hefur ákveðið að hætta sem einn af forstjórum fyrirtækisins. Hann hefur síðustu ár smátt og smátt komið verkefnum sínum yfir á aðra og er nú formlega hættur. 

NASA og Boeing þróa mun sparneytnari farþegaþotu

Bandaríska geimferðastofnunin NASA og Boeing-flugvélaframleiðandinn hafa tekið höndum saman um að þróa nýja tegund farþegaþotu sem á að vera þrjátíu prósent sparneytnari en þær hagkvæmustu sem finnast í dag.

Apple kynnir nýjan hátalara

Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýjan hátalara, HomePod. Um er að ræða aðra kynslóð af hátölurunum en sú fyrsta kom út árið 2018. Fyrirtækið vonast eftir því að skáka fyrirtækjum á borð við Amazon, Google og Sonos með nýju græjunni. 

Lagði Adidas í deilu um rendurnar

Bandaríski fatahönnuðurinn Thom Browne lagði þýska íþróttafatnaðarrisann Adidas í hugverkadeilu um notkun á röndum í hönnun á fatnaði. Þetta er niðurstaða dómstóls í New York í Bandaríkjunum. Browne og Adidas hafa áður deilt um notkun á röndum.

Sví­ar sitj­a kannsk­i á mik­il­væg­ust­u námu Evróp­u

Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt.

Norska ríkisstjórnin gefur út 47 ný leyfi til olíuleitar

Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur úthlutað 47 nýjum sérleyfum til olíuleitar og olíuvinnslu á norska landgrunninu. Ráðherrann tilkynnti um úthlutunina á árlegri ráðstefnu norska olíuiðnaðarins í bænum Sandefjord í fyrradag.

Loka Noma og snúa sér að matvælaframleiðslu

Eigendur danska veitingastaðarins Noma hafa ákveðið að loka honum, að minnsta kosti tímabundið og snúa sér að matvælaframleiðslu í staðinn. Noma hefur lengi verið talinn besti eða einn af bestu veitingastöðum heims.

Hagnaður Samsung ekki lægri í átta ár

Búist er við því að hagnaður suður kóreska tæknirisans Samsung hafi dregist verulega saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Samkvæmt nýtti stöðuuppfærslu frá Samsung er útlit fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi ekki verið lægri í átta ár en hann dróst saman um tvo þriðju á milli ára.

Raf­mynta­bransinn í úlfa­kreppu á nýju ári

Samdráttur, uppsagnir og lögsóknir hafa einkennt fyrstu daga nýs árs í rafmyntabransanum sem varð fyrir hverju högginu á fætur öðru í fyrra. Tveir fyrrverandi forstjórar fallinna fyrirtækja standa frammi fyrir sak- og málsóknum.

Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing

Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google.

ESB sektar Meta um sextíu milljarða

Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins.

Yfir­lög­fræðingur FTX sagður vinna með sak­sóknurum

Fyrrverandi yfirlögfræðingur fallna rafmyntafyrirtækisins FTX er sagður hafa veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um hvernig Sam Bankman-Fried notaði innistæður viðskiptavini til að fjármagna eigin viðskipti. Búist er við því að hann verði eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins gegn Bankman-Fried.

Segja upp 18 þúsund manns

Forstjóri bandaríska vefverslunarrisans Amazon segir að til standi að segja upp 18 þúsund manns sem hluti af aðgerðum til að draga úr rekstrarkostnaði.

Stofnandi FTX lýsir yfir sak­leysi

Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum.

Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu

Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda.

AGS spáir samdrætti hjá þriðjungi ríkja heims

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þriðjung ríkja heims standa frammi fyrir samdrætti árið 2023. Framkvæmdastjórinn Kristalina Georgieva segir árið munu verða erfiðara en árið 2022.

Sjá næstu 50 fréttir