Fleiri fréttir

Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða

Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því.

Saka Google um að vera einokunarhringur

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur.

Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð

Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði.

Grænmetisborgarar í hættu í Evrópu

Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi.

Lýstu yfir áhyggjum við fjárfesta en ekki almenning

Á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir ráðmenn gerðu lítið úr hættunni vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sögðu þeir áhrifamönnum í viðskiptalífi Bandaríkjanna á einkafundum að staðan væri ekki góð.

Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur

Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga.

Breskir vertar hóta málssókn

Breskir bar- og næturklúbbaeigendur segjast ætla að fara í mál við ríkið verði frekari takmarkanir eða lokanir settar á. 

Verkfalli olíustarfsmanna gæti lokið í dag

Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku.

Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu

Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa.

Banda­rísk flug­fé­lög segja upp tugum þúsunda

Stærstu flugfélög Bandaríkjanna hyggjast segja upp tugi þúsunda starfsmanna sinna eftir að þingmönnum á bandaríska þinginu mistókst að komast að samkomulagi um aðgerðir til aðstoðar fyrirtækjum sem farið hafa illa út úr kórónuveirufaraldrinum.

Uncle Ben‘s breytir um nafn

Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s.

Leyfðu glæpa­mönnum að þvætta háar upp­hæðir

Enn einn lekinn innan úr fjármálageira heimsins skekur nú stærstu banka veraldar en hann sýnir fram á að bankar á borð við HSBC í Bretlandi leyfðu svikahröppum og glæpamönnum að færa milljarða Bandaríkjadala á milli banka, eftir að ljóst var orðið að um illa fengið fé var að ræða.

Trump gefur TikTok blessun sína

Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna.

Bein útsending: Sony kynnir PS5 leiki

Sony heldur í kvöld kynningu varðandi nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, Playstation 5. Vonir eru bundnar við að fyrirtækið muni gefa út hvenær tölvurnar munu sjást í hillum verslana og hvað þær muni kosta.

Apple kynnir ný tæki og tól

Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.