Fleiri fréttir

Óvænt frumsýning Samsung á Óskarnum

Samsung kynnti óvænt nýjan síma í auglýsingahléi Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Síminn hefur ekki verið kynntur formlega en hann er samanbrotinn og minnir einna helst á lítið peningaveski.

Apple sektað fyrir að hægja á símum

Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu.

Viaplay hirðir enska boltann af TV2

Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028.

Banna misvísandi kosningaáróður á Youtube

Bannað verður að dreifa röngum upplýsingum um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum, villa á sér heimildir og dreifa ósannindum um kjörgengi eða ríkisborgararétt frambjóðenda.

WorldCom-forstjórinn látinn

Bernard Ebbers hlaut 25 ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í umfangsmesta bókhaldssvikamáli í Bandaríkjunum.

SAS stöðvar ferðir til Kína

Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta.

Nafnið Greta Thun­berg verður skrá­sett vöru­merki

Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi.

Boeing glímir við fálkavandamál

Flugbann og framleiðslustöðvun á Boeing 737 MAX flugvélum bandaríska flugfélagaframleiðandans hefur ekki bara bakað vandræði fyrir flugfélagið og starfsmenn þess. Nú er útlit fyrir að fálkapar verði heimilislaust.

Segja líkindi með ellefu ára gömlu flugslysi og MAX-flugslysunum

Rannsókn New York Times á gögnum og skýrslum í tengslum við flugslys sem varð í febrúar 2009 er sögð í frétt blaðsins leiða í ljós ýmis líkindi með flugslysinu og flugslysunum sem urðu til þess að flugbann var sett á Boeing 737 MAX vélarnar á síðasta ári.

Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu

Ráðamenn grænlenska flugfélagsins Air Greenland tilkynntu á föstudag um kaup á nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Þetta er stærsta fjárfesting í sögu félagsins.

Dis­n­ey tekur "Fox“ úr nafni 20th Century Fox

Framkvæmdastjórn Disney hafa ákveðið að taka "Fox“ úr nafni 20th Century Fox kvikmyndaversins, sem er í eigu Disney, og telja margir það vera til að fjarlægja kvikmyndaverið frá fyrrverandi eiganda þess, Rupert Murdoch.

Enn einn gallinn fannst í hug­búnaði 737 Max

Boeing vinnur nú að því að laga galla í ræsingarkerfi hugbúnaðar 737 Max vélanna sem var nýlega uppgötvaður. Hugbúnaðargallinn bætist við langan lista hluta sem laga þarf í vélunum sem hafa verið kyrrsettar frá því í fyrra.

Móðurfélag Google er metið á billjón

Alphabet, móðurfélag Google, er nú komið á stall með bandarísku fyrirtækjunum Apple, Amazon og Microsoft en hlutabréf allra þessara fyrirtækja hafa verið metin á meira en billjón króna.

Danir innkalla íslenskt súkkulaði

Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur.

Það besta og sérstaka á CES 2020

Consumer Electronic Show eða CES er ein vinsælasta tæknisýning heims þar sem helstu tæknifyrirtæki heimsins og nýgræðingar sýna vörur sínar og tilraunastarfsemi í Las Vegas.

Enn fjölgar gervihnöttum SpaceX

Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum.

Sjá næstu 50 fréttir