Fleiri fréttir

ELKO og Uno gefa bækling „stafrænt viðbótarlíf“

Fyrirtækin Uno og ELKO tóku nýverið höndum saman og blésu „stafrænu viðbótarlífi“ í jólagjafahandbók ELKO. Það var gert með notkun þess sem kallast aukinn veruleiki eða Augmented Reality á ensku (AR).

Ein hópuppsögn í nóvember

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í nóvember þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum í sérfræði- tækni- og vísindalegri starfsemi. Uppsagnirnar taka flestar gildi á tímabilinu janúar til apríl 2022.

Lands­virkjun skerti orku til fiski­mjöls­bræðslna

Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi.

Bæta við þremur á­fanga­stöðum

Flugfélagið Play hefur bætt Dyflinn á Írlandi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu við leiðarkerfi sitt. Með þessari viðbót eru áfangastaðir flugfélagsins í Evrópu orðnir 23 talsins.

Macland í Kringluna eftir ellefu ár í miðbænum

Það er umrót á Laugavegi þessa dagana, alltaf slæðingur af fólki á kvöldin hvort sem eru Reykvíkingar í jólainnkaupum eða ferðamenn að gá að einhverju forvitnilegu. En leita þarf annað en hingað til að kaupa sér iPhone.

Fékk húsnæði á góðum kjörum frá eigendum Svefns og heilsu

Felino er nýr pítsustaður sem bakarinn Jóhannes Felixson ætlar að opna í Listhúsinu í Laugardal í desember. Eigendur húsnæðisins taka Jóhannesi fagnandi hafa komist að samkomulagi við hann um notkun húsnæðisins sem þó felur ekki í sér leigusamning. 

Fimm­tíu milljarða við­snúningur í við­skipta­jöfnuði

13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021.

Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár

Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra.

Tekur við starfi fram­kvæmda­stjóra Reon

Rósa Dögg Ægisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarhússins Reon ehf. Elvar Örn Þormar, fráfarandi framkvæmdastjóri og einn stofnenda Reon mun í framhaldinu leiða fjárfestingastarfsemi fyrirtækisins.

Samningar undirritaðir um breikkun í Lækjarbotnum

Samningar um tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur voru undirritaðir hjá Vegagerðinni í dag. Verkinu seinkar um fjóra mánuði þar sem lengri tíma tók að fá framkvæmdaleyfi en búist var við.

Fót­bolta­kempa og matar­bloggari söðlar um innan Al­vot­ech

Helena Sævarsdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra í lyfjaframleiðslu (e. Head of Drug Production) hjá líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech, auk þess að taka sæti í stýrihópi tækni- og framleiðslusviðs, þar sem hún mun leiða hóp sérfræðinga í að tryggja innleiðingu framleiðsluferla.

Of snemmt að segja hvort Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki sé búið að ákveða að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hún segir leitt hvernig þetta mál hefur farið en ánægjulegt að vita að viðskiptavinir séu ánægðir með núverandi staðsetningu í Austurstræti.

Mjólkin hækkar í verði

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Svana Huld fer aftur til Arion banka

Svana Huld Linnet hefur aftur verið ráðin til starfa hjá Arion banka en hún hefur áður starfað hjá bankanum í ein átta ár. Hún mun taka við starfi forstöðumanns markaðsviðskipta á nýju ári.

Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna

Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. 

Bein útsending: Stefna á mikla uppbyggingu á Suðurnesjum

Framkvæmdaþing Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, er haldið í dag. Þar á að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári á vegum sveitarfélaga svæðisins, Isavia og Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

YAY-arar segjast steinhissa á niðurstöðu Persónuverndar

Framkvæmdastjóri stafræna gjafakortasmáforritsins YAY segir erfitt að una við niðurstöðu Persónuverndar sem sekaði fyrirtækið um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda.

Atvinnuleysi 5,8 prósent í október

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 5,8 prósent í október, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka var 79,2 prósent hlutfall starfandi var 75,5 prósent.

Röðull, Ruby Tues­day og nú fjöl­breytt hverfiskaffi­hús

Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda.

Aug­lýsingar Sjó­vár taldar villandi

Neytendastofa ákvarðaði nýlega að framsetning auglýsinga og markaðsherferðar tryggingafélagsins Sjóvár hafi verið villandi. Auglýstar voru kaskótryggingar fyrir ökutæki.

Tempo festir kaup á Roadmunk

Tempo, dótturfélag Origo, hefur fest kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Roadmunk Inc. Félagið þróar samnefndan hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að byggja upp, hanna og miðla stefnu fyrir hugbúnaðarvörur með sjónrænum hætti.

Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík

Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.