Fleiri fréttir

„Á­hrif af þessu bætast ofan á þegar við­kvæma stöðu“

„Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð.

Isavia tapaði 13,2 milljörðum króna í fyrra

Afkoma Isavia var neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta árið 2020. Er um að ræða 14,4 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Tekjur drógust saman um 62% milli ára og námu 14,7 milljörðum króna.

Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur

„Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ.

Birkir tekur við af Val­geiri hjá VÍS

Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi hjá VÍS. Valgeir M. Baldursson, fráfarandi framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi, sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu, en hann hefur ráðið sig sem forstjóri Terra.

Reyna að koma til móts við á­hyggjur rekstrar­­aðila

Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins.

Vextir að öllum líkindum lágir út árið

Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir.

Tólf sagt upp hjá Ís­lands­banka

Tólf starfsmönnum Íslandsbanka var sagt upp í morgun. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans í samtali við Vísi.

Stýrivextir haldast óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent.

Upp­sagnir og lokanir hjá Kaffi­tári

Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu í Bankastræti tímabundið og endanlega hætt rekstri í Þjóðminjasafninu. Þetta staðfestir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári, í samtali við Vísi.

Spá 700 þúsund ferða­mönnum í ár

Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist.

Tobba Marínós hættir sem ritstjóri DV

Tobba Marínósdóttir er hætt sem ritstjóri DV. Hún greindi samstarfsfólki sínu hjá Torgi frá því upp úr hádegi í dag. Hringbraut greinir frá. Hún ætlar að snúa sér alfarið að matvælarekstri með móður sinni.

Al­ætu-Júmbó hafði betur gegn full­trúum græn­kera

Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja.

Viðar nýr fram­kvæmda­stjóri Kaptio

Viðar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio. Hann hefur starfað við alþjóðlega hugbúnaðargerð síðastliðin fimmtán ár.

Hreiðar og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður í síðasta hrunmálinu

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í Landsrétti í dag sakfelldir fyrir aðild sína að CLN-málinu. Þeim var þó ekki gerði refsing vegna fyrri dóma sem þeir hafa hlotið. Sýknudómur Sigurðar Einarssonar úr héraði var staðfestur.

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri Bláma

Þorsteinn Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bláma, samstarfsverkefnis Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu.

Koma ný inn í stjórn SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, var í morgun endurkjörinn sem stjórnarformaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, til næstu tveggja ára. Þá var kosið um fjögur sæti meðstjórnenda, en alls buðu tólf sig fram og hafa aldrei verið fleiri.

At­lanta kaupir flug­hermi fyrir Boeing 747-400 af BA

Flugfélagið Atlanta hefur fest kaup á Boeing 747-400 flughermi af British Airways. Flughermirinn er staðsettur á Heathrow-flugvelli í London og verður notaður við nýþjálfun og reglubundna þjálfun flugmanna sem starfa hjá félaginu.

Uppfærum Ísland: Stafræn umbreyting eða dauði

Í tilefni af aðalfundi SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu frumsýna samtökin þátt undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði. Þátturinn verður frumsýndur á Vísi klukkan tíu í dag.

Verð á fjölbýli hækkar en sérbýli lækkar

Hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í febrúar var 0,6 prósent miðað við 0,1 prósent í janúar. Hækkunin var þó misskipt þar sem verð á fjölbýli hækkaði um 0,9 prósent á meðan verð á sérbýli lækkaði um 0,7 prósent.

Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor

Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins.

Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum

Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni.

Sjá næstu 50 fréttir