Fleiri fréttir

Fram­tíð ferða­þjónustunnar: Sigurður Ingi ræðir stöðu og horfur

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er næsti gestur í þættinum „Samtal við stjórnmálin“ sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að. Á næstu vikum munu SAF bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu.

Takmarka fjárfestingarstarfsemi viðskiptabanka

Viðskiptabönkum og sparisjóðum sem taldir eru kerfislega mikilvægir eru settar þrengri skorður í viðskiptum með fjármálagerninga og hrávörur með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi í dag.

Til­kynnt um tvær hóp­upp­sagnir í febrúar

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp störfum í verslun og flutningum. Þar af var 259 sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og 28 á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en uppsagnirnar taka flestar gildi í júní.

Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga

Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi.

Af­gangur á við­skipta­jöfnuði stórjókst milli fjórðunga

Á fjórða ársfjórðungi 2020 var 22,1 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 2,9 milljarða króna ársfjórðunginn á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 15,5 milljarðar króna en afgangur á þjónustujöfnuði var 26,4 milljarðar króna.

Nærri 90 prósent sölu tón­listar í gegnum Spoti­fy

Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify.

Wise og Net­heimur í eina sæng

Hugbúnaðarfyrirtækið Wise og upplýsingatæknifyrirtækið Netheimur hafa sameinast um að klára samruna fyrirtækjanna undir merkjum Wise.

Undirbýr framleiðslu á íslenskri haframjólk

Eitt stærsta nautgripabú landsins er að byggjast upp í Meðallandi, á jörð sem áður var í eyði. Þar eru bændur jafnframt óhræddir við að þróa nýjar og framandi afurðir, eins og bygg fyrir viskí og íslenska haframjólk.

Hefur á­hyggjur af Bitcoin-kaupum Ís­lendinga og líkir raf­myntinni við píramída­svindl

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna.

Valgeir frá VÍS yfir til Terra

Valgeir M. Baldursson hefur verið ráðinn forstjóri Terra. Valgeir hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri hjá VÍS. Þar áður var Valgeir forstjóri Skeljungs en hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa hjá ýmsum fyrirtækjum og félögum.

Sam­keppnis­eftir­litið heimilar sam­runa Kviku, TM og Lykils

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna Kviku banka, tryggingafélagsins TM og Lykils fjármögnunar. Er það mat eftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni, leiði til myndunar á markaðsráðandi stöðu eða raski samkeppni með umtalsverðum hætti. 

Telma og Unnur til Sendiráðsins

Tveir sérfræðingar hafa bæst í hópinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sendiráðinu, á sviði notendaupplifunar annars vegar en verkefnastýringar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sendiráðinu.

Hrefna Sigur­jóns­dóttir nýr verk­efna­stjóri for­varna

Hrefna Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Hrefna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landsamtaka foreldra síðustu tíu árin, þar til hún hóf störf hjá Sjóvá nú um miðjan febrúar. Áður var hún verkefnastjóri hjá samtökunum og SAFT-verkefninu.

Guð­björg Sæunn ný for­stöðu­kona fram­tíðar­sýnar

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum. Guðbjörg Sæunn var ráðin forstöðumaður fráveitu Veitna árið 2019 en tekur nú við nýju sviði í breyttu skipulagi fyrirtækisins.

Flug­ferð til Suður­skautsins gekk vonum framar

Flugvél Icelandair sem flaug til Suðurskautslandsins fyrir helgi til að sækja norskt vísindafólk á vegum Norsku heimskautsstofnunarinnar. Ferðin tók fimm daga og gekk hún vonum framar.

Ella og Guð­mundur til Controlant

Ella Björnsdóttir og Guðmundur Óskarsson hafa verið ráðin til starfa hjá Controlant. Ella tekur við starfi forstöðumanns mannauðssviðs og Guðmundur sem leiðtogi á alþjóðaviðskiptasviði fyrirtækisins.

Flug­rútan hefur akstur á nýjan leik

Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Mesti sam­dráttur í lands­fram­leiðslu á mann frá upp­hafi mælinga

Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu.

Fjöl­net og PREMIS í eina sæng

Upplýsingatæknifélögin Fjölnet og PREMIS hafa sameinast og munu starfa undir nafni PREMIS og vera með starfsstöðvar á Sauðárkróki og í Reykjavík.

Níu sagt upp hjá Coripharma

Lyfjafyrirtækið Coripharma hefur sagt upp níu manns og eru uppsagnirnar sagðar tengjast samdrætti í lyfjasölu vegna kórónuveirunnar.

Aldrei verið auð­veldara að kaupa hús­næði

Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja.

Úrskurður um upplýsingar KPMG um Samherja aftur í hérað

Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember á síðasta ári um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG bæri að afhenda héraðssaksóknara gögn í sinni vörslu um þjónustu við útgerðarfyrirtækið Samherja. KPMG átti aðild að málinu en Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi.

Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl

Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls á Akureyri og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi að því er segir í fréttatilkynningu.

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin 2020

Vörumerkjastofan brandr mun í dag útnefna bestu íslensku vörumerkin árið 2020 í beinu streymi sem hefst klukkan 16. Kynnir verðlaunanna er Þorsteinn Bachmann og mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flytja stutt ávarp áður en sigurvegarar verða kynntir. 

Velta Krónunnar aldrei meiri og hagnaður jókst um 22 prósent

Festi hagnaðist um tæplega 2,3 milljarða króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman frá 2019 þegar hann nam um 2,8 milljörðum króna. Heildartekjurtekjur félagsins af sölu vöru- og þjónustu námu 86,3 milljörðum króna, samanborðið við 85,0 milljarða árið áður.

Dregur úr verð­bólgu sem mælist nú 4,1 prósent

Ársverðbólga mælist 4,1 prósent nú í febrúar og er 0,2 prósentustigum lægri en í janúar þegar hún mældist 4,3 prósent. Verðbólga hafði verið á uppleið frá því í byrjun síðasta árs en í janúar í fyrra var tólf mánaða verðbólga 1,7 prósent. 

Hætta rekstri Qu­iznos á Ís­landi

Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli.

Efling styður rúmenska fé­lags­menn í áfrýjun til Lands­réttar

Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi.

Verulega dró úr tapi Sýnar milli ára

Tap fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar nam 405 milljónum króna árið 2020 samanborið við 1.748 milljóna króna tap árið áður. Tap milli ára dróst því saman um 76 prósent. Tekjur ársins 2020 hækkuðu jafnframt um 975 milljónir milli ára, eða um 4,9 prósent.

Maria Bech nýr fram­kvæmda­stjóri ís­lenska lyfja­fyrir­tækisins Epi­Endo

Maria Bech hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóra íslenska lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals. Sprotafyrirtækið vinnur að því að þróa næstu kynslóð meðferðarúrræða til meðhöndlunar á viðvarandi bólgusjúkdómum og er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fer í klínískar rannsóknir með frumlyf.

Kaup­máttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verð­bólgu

Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.

Fram­tíð ferða­þjónustunnar: Logi fer yfir stöðu og horfur

Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í öðrum þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar.

Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða

Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu.

Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann

Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar.

Sjá næstu 50 fréttir