Fleiri fréttir

80 milljóna króna gjaldþrot Guðna bakara

Skiptum í þrotabú Guðna bakara sem starfrækt var um árabil við Austurveg á Selfossi er lokið. Samtals var tæplega 80 milljóna kröfum lýst í búið að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja

Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar.

Helga valin við­skipta­fræðingur ársins

Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000.

Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði

Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni.

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti til einstaklinga og fyrirtækja frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku.

Handboltakempa sér um mannauð Landspítalans

Gunnar Ágúst Beinteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala. Gunnar tekur við starfinu af Ástu Bjarnadóttur sem gegnt hefur hlutverkinu í fimm ár.

Bobba í Nesfiski segist vera bæði frek og nýjungagjörn

Hún heitir Þorbjörg Bergsdóttir en í Garðinum er hún alltaf kölluð Bobba. Hún er aðaleigandi og stjórnarformaður Nesfisks, stærsta fyrirtækis byggðarinnar, sem heimsótt er í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Icelandair fjölgar ferðum yfir jólin

Icelandair stefnir að því að fjölga áfangastöðum og flugferðum yfir jólin, þ.e. frá tímabilinu 16. desember til 10. janúar 2021.

Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum

Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri.

Kaupa Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar

Sjóferðir ehf. hafa keypt tvo báta og bryggjuhús af Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði. Skrifað var undir kaupsamning fyrir helgi en eigendur Sjóferða ehf. eru þau Stígur Berg Sophusson og unnusta hans Henný Þrastardóttir. Sjóferðir ehf munu halda áfram áætlunarferðum á Hornstrandir og um djúp frá Ísafirði.

Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin

Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun.

MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor

Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær.

20 þúsund komnir með Parka

Breytingar urðu á innlendum bílastæðamarkaði þegar appinu Parka var ýtt úr vör. Nú ári seinna eru 20 þúsund búnir að taka það í notkun.

Stýrivextir lækka óvænt

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75%

Sjá næstu 50 fréttir