Fleiri fréttir

Skráði sig fyrir stórum hlut í Icelandair

Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna.

Fer frá Lands­virkjun til Eyris

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II.

Eigandi skemmtistaða vill lengja opnunartímann

Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti.

Mikil eftirspurn eftir stuðningslánum

Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg.

383 milljarða neysla ferðamanna hér á landi á síðasta ári

Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 milljörðum króna á síðasta ári. Svisslendingar voru gjarnastir á það að rífa upp veskið hér á landi á meðan Kínverjar voru eyðslugrannastir sé miðað við hverja gistinótt.

Til­boð í Lauga­veg 31 sam­þykkt af kirkju­ráði

Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði.

Myllan innkallar brauð vegna lúpínu

Myllan hefur ákveðið, með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, að innkalla Bónus Kjarnabrauð sem er með best fyrir-merkingunni 15.09.2020.

Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum

Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk.

Stoltar af því að sameina krafta sína

Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School tilkynnti í kvöld breytingar, þar sem þær Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir hafa bæst við eigendahópinn. Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur sem báðar hafa starfað við fagið í áratug.

Ys og þys á fast­eigna­markaði í júlí

Fasteignaviðskipti virðast enn vera í miklum uppgangi en fjöldi þinglýstra kaupsamninga hefur ekki verið meiri það sem af er ári en í júlí síðastliðnum.

Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár

Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag.

Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða

Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun.

131 milljón króna til Jóns Óttars

Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja eru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar.

Icelandair í samstarf við easyJet

Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet.

Sjá næstu 50 fréttir