Fleiri fréttir

Stoltar af því að sameina krafta sína

Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School tilkynnti í kvöld breytingar, þar sem þær Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir hafa bæst við eigendahópinn. Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur sem báðar hafa starfað við fagið í áratug.

Ys og þys á fast­eigna­markaði í júlí

Fasteignaviðskipti virðast enn vera í miklum uppgangi en fjöldi þinglýstra kaupsamninga hefur ekki verið meiri það sem af er ári en í júlí síðastliðnum.

Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár

Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag.

Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða

Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun.

131 milljón króna til Jóns Óttars

Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja eru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar.

Icelandair í samstarf við easyJet

Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet.

Erla Björg nýr fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Hún tekur við af Hrund Þórsdóttur sem lét af störfum í gær. Erla hefur unnið á fréttastofunni frá 2013 og var starfandi fréttastjóri á tímabili.

Orkuskipti: Hvað þarf til?

Opinn ársfundur Samorku verður haldinn í dag. Fundurinn hefst klukkan níu og er í beinni útsendingu hér á Vísi.

Stutt sumar hjá Icelandair

Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst.

Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg

Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög.

Marel kaupir þýskt fyrir­tæki

Marel hefur tilkynnt um kaup á þýska félaginu TREIF Maschinenbau GmbH sem sérhæfir sig í skurðtæknilausnum í matvælaiðnaði.

Innáskiptingar hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði.

Guð­mundur nýr stjórnar­for­maður CRI

Guðmundur Þóroddsson er nýr stjórnarformaður íslenska tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) en aðalfundur félagsins fór fram undir lok nýliðins ágústmánaðar.

Kveikur seldur til Danmerkur fyrir tugi milljóna króna

Verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1 hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Segir erfitt að keppa við niður­greiddan sam­göngu­máta

Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur.

Sjá næstu 50 fréttir