Fleiri fréttir

Segjast opna „Ísflix“ í lok ágúst

Aðstandendur Ísflix, sem er sögð vera ný íslensk efnisveita, segja að hún verði opnuð í lok ágúst. Öllum stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi hafi verið boðið að hafa vikulega þætti þar. Upphaflega stóð til að hleypa þjónustunni af stokkunum í fyrra.

Ferðamenn vilja öryggi og upplýsingar

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, segir félagið hafa þurft að endurhugsa starfsemi sína frá grunni eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Tap Össurar nam 1,5 milljarði á fyrri hluta ársins

Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði.

Segir greiðslu­miðlunar­fyrir­tæki halda 15 milljónum í gíslingu

Einn eigenda ferðaþjónustunnar Vogafjóss í Mývatnssveit segir greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta hafa haldið eftir nær öllum kreditkortagreiðslum til fyrirtækisins frá því að staðurinn opnaði að nýju í lok maí eftir lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Korta hafi haldið yfir fimmtán milljónum eftir. 

Flug­freyjur boða alls­herjar­verk­fall

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí.

Krísufundur hjá flugfreyjum

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi.

Geta sótt um lán til að endur­greiða ferðir í næstu viku

Alþingi hefur samþykkt stofnun Ferðaábyrgðasjóðs í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum í byrjun næstu viku og hafist handa við að greiða endurgreiðslukröfur á hendur sér.

N1 festir kaup á Ísey skyrbar

N1 hefur keypt rekstur Ísey skyrbar á þjónustustöðvum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Samkeppniseftirlitið segir Pennanum að selja bækur frá Uglu

Samkeppniseftirlitið telur að sölusynjun Pennans á bókum Uglu útgáfu hafi ekki stuðst við málefnalegar forsendur en með bráðabirgðaákvörðun eftirlitsins er Pennanum gert að taka bækur útgefandans í sölu að nýju. Ákvörðunin mun vera í gildi til áramóta.

Undirliggjandi horfur krónunnar góðar

Evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast.

Ráku 10 en vilja ráða 60

Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans.

Sjá næstu 50 fréttir