Fleiri fréttir

Staðan getur breyst mjög hratt

Horfur í heimshagkerfinu hafa versnað á undanförnum misserum vegna vísbendinga um framleiðsluslaka og vegna spennu í milliríkjaviðskiptum. Áframhaldandi lágvaxtaumhverfi getur aukið svigrúm til frekari vaxtalækkana.

Neitar að greiða fimm milljónir til Þorsteins

Seðlabankinn hefur hafnað kröfu forstjóra Samherja um að bjóða honum til viðræðna um bætur vegna þess kostnaðar sem málarekstur bankans hafði í för með sér fyrir hann. Bauðst til að samþykkja fimm milljóna endurgreiðslu.

Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf 

Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins, sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa.

Flugvélaleigur, rekstrarfélög og þýska lögreglan á meðal kröfuhafa

Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi.

Una til Landsbankans

Una Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Hagfræðideild Landsbankans.

Keypti upp lagerinn hjá VÍS

Fyrirtækið Barnabílstólar.is hefur keypt upp lager Tryggingafélagsins VÍS af barnabílstólum og er byrjað að leigja þá út, en VÍS hætti í apríl útleigu á bílstólum til viðskiptavina sinna.

Atvinnutekjur hækkuðu

Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Rúmur hálfur milljarður gæti glatast

Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar.

Erfiður vetur sem varð að martröð

Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti.

Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu

Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður.

Sidekick fær innspýtingu frá Novator

Novator og tengdir fjárfestar hafa aukið hlutafé SidekickHealth um 100 milljónir króna. Fyrirtækið hefur landað stórum samningum við alþjóðlega lyfjarisa. Stærri hlutafjáraukning áformuð undir lok árs.

Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög

Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör.

Hótelstjórum stillt upp við vegg

Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals.

Íslendingar draga úr utanlandsferðum

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 231 þúsund í júlímánuði, eða um 47 þúsund færri en í júlí árið 2018.

Jewells til Pipar/TBWA

Jewells Chambers hefur verið ráðin til Pipars\TBWA og dótturfyrirtækis þess, netmarkaðsstofunnar The Engine.

Sjá næstu 50 fréttir