Fleiri fréttir

Hefðu tapað 1,1 milljón flugsæta

Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar MAX-vélanna ef félagið hefði ekki gripið til mót­vægisaðgerða samkvæmt greiningu leiðandi greiningarfyrirtækis.

Efla hagnast um 328 milljónir

Verkfræðistofan Efla hagnaðist um 328 milljónir á síðasta ári samanborið við 418 milljónir á árinu 2017. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

VR fer í hart gegn smálánafyrirtækjum

Stjórn VR samþykkti í kvöld að fara í samstarf með Neytendasamtökunum til þess að berjast gegn smálánum og harkalegum innheimtuaðgerðum þeim tengdum. VR mun meðal annars leggja út fyrir kostnaði vegna lögfræðivinnu í tengslum við baráttu gegn ólögmætri innheimtu smálánafyrirtækja.

Samráðsmál Byko fer fyrir Hæstarétt

Hæstirréttur hefur veitt Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi vegna máls eftirlitsins gegn Byko. Þann 14. júní staðfesti Landsréttur að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum.

InnX tilheyrir nú A4

InnX skrifstofuhúsgögn hafa sameinast húsgagnahluta A4 að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Vatnið í Náttúru Íslands verðlaunað

Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín hlýtur í ár Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir hönnun og framleiðslu á þremur gagnvirkum atriðum á sýningu Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni.

Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt

Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna.

Staðan getur breyst mjög hratt

Horfur í heimshagkerfinu hafa versnað á undanförnum misserum vegna vísbendinga um framleiðsluslaka og vegna spennu í milliríkjaviðskiptum. Áframhaldandi lágvaxtaumhverfi getur aukið svigrúm til frekari vaxtalækkana.

Neitar að greiða fimm milljónir til Þorsteins

Seðlabankinn hefur hafnað kröfu forstjóra Samherja um að bjóða honum til viðræðna um bætur vegna þess kostnaðar sem málarekstur bankans hafði í för með sér fyrir hann. Bauðst til að samþykkja fimm milljóna endurgreiðslu.

Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf 

Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins, sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa.

Flugvélaleigur, rekstrarfélög og þýska lögreglan á meðal kröfuhafa

Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi.

Una til Landsbankans

Una Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Hagfræðideild Landsbankans.

Keypti upp lagerinn hjá VÍS

Fyrirtækið Barnabílstólar.is hefur keypt upp lager Tryggingafélagsins VÍS af barnabílstólum og er byrjað að leigja þá út, en VÍS hætti í apríl útleigu á bílstólum til viðskiptavina sinna.

Atvinnutekjur hækkuðu

Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Rúmur hálfur milljarður gæti glatast

Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar.

Erfiður vetur sem varð að martröð

Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti.

Sjá næstu 50 fréttir