Fleiri fréttir

Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air

Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli.

Neytendur fylgist með verðbreytingum

Algengasti munur á hæsta og lægsta verði á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla er á bilinu 20 til 30 prósent samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnunina síðastliðinn fimmtudag.

Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air

Skiptastjórar WOW air  telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 

MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári

Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu.

Tekjur.is höfðu engin áhrif á útgáfu tekjublaðs Frjálsrar verslunar

Tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem útlistaðar verða tekjur tekjuhæstu Íslendinganna, kemur út þriðjudaginn næsta, 20. ágúst en gögn frá ríkisskattstjóra verða birt degi áður 19. ágúst. Útgefandinn Myllusetur, sem einnig gefur út Viðskiptablaðið, keypti Frjálsa verslun 2017 og stendur því fyrir útgáfunni.

Segir ástæðulaust að örvænta

Framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar segir að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaði kunni að verða til þess að þeir hafi erindi sem erfiði mest. Frá ársbyrjun 2018 hafa 29 nýir staðir verið opnaðir í miðbænum.

Falla frá hugmyndum um hótel á Byko-reitnum

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýjir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum.

Þrettán uppsagnir hjá Sýn

Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365.

Hefðu tapað 1,1 milljón flugsæta

Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar MAX-vélanna ef félagið hefði ekki gripið til mót­vægisaðgerða samkvæmt greiningu leiðandi greiningarfyrirtækis.

Efla hagnast um 328 milljónir

Verkfræðistofan Efla hagnaðist um 328 milljónir á síðasta ári samanborið við 418 milljónir á árinu 2017. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

VR fer í hart gegn smálánafyrirtækjum

Stjórn VR samþykkti í kvöld að fara í samstarf með Neytendasamtökunum til þess að berjast gegn smálánum og harkalegum innheimtuaðgerðum þeim tengdum. VR mun meðal annars leggja út fyrir kostnaði vegna lögfræðivinnu í tengslum við baráttu gegn ólögmætri innheimtu smálánafyrirtækja.

Samráðsmál Byko fer fyrir Hæstarétt

Hæstirréttur hefur veitt Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi vegna máls eftirlitsins gegn Byko. Þann 14. júní staðfesti Landsréttur að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum.

InnX tilheyrir nú A4

InnX skrifstofuhúsgögn hafa sameinast húsgagnahluta A4 að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Vatnið í Náttúru Íslands verðlaunað

Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín hlýtur í ár Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir hönnun og framleiðslu á þremur gagnvirkum atriðum á sýningu Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni.

Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt

Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna.

Staðan getur breyst mjög hratt

Horfur í heimshagkerfinu hafa versnað á undanförnum misserum vegna vísbendinga um framleiðsluslaka og vegna spennu í milliríkjaviðskiptum. Áframhaldandi lágvaxtaumhverfi getur aukið svigrúm til frekari vaxtalækkana.

Neitar að greiða fimm milljónir til Þorsteins

Seðlabankinn hefur hafnað kröfu forstjóra Samherja um að bjóða honum til viðræðna um bætur vegna þess kostnaðar sem málarekstur bankans hafði í för með sér fyrir hann. Bauðst til að samþykkja fimm milljóna endurgreiðslu.

Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf 

Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins, sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa.

Sjá næstu 50 fréttir