Fleiri fréttir

Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði

Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí.

Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels

Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Félag Guðbjargar hagnast um liðlega milljarð króna

ÍV fjárfestingafélag, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hagnaðist um ríflega einn milljarð króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, og jókst hagnaðurinn um 410 milljónir króna frá fyrra ári.

Bætir ekki við sig í HS Veitum 

Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar.

Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps

Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps.

Andri Már greiddi sig frá málsóknum

Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika.

Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air

Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt.

Egholm hættir hjá Skeljungi

Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn.

Ný stjórn tekur við hjá Félagi fasteignasala

Félag fasteignasala kaus nýja stjórn á dögunum. Í tilkynningu kemur fram að mörg verkefni bíði nýrrar stjórnar en félagið vinnur meðal annars með stjórnvöldum að margháttuðum málum er varða fasteignamál.

Orkuhúsið í Urðarhvarf

Fasteignir Orkuhúsið og Reykja­stræti fasteignafélag hafa skrifað undir 20 ára leigusamning um rúmlega 4.000 fermetra í Urðarhvarfi 8.

Ríkið fékk meira en milljarði minna

Verðið í kaupum framtakssjóðs og einkafjárfesta á Lyfju af íslenska ríkinu í fyrra var meira en milljarði lægra en það verð sem Hagar höfðu boðist til að greiða fyrir keðjuna árið 2016.

Krónan ódýrari en Bónus þökk sé Cheerios

10-11 er dýrasta verslunin samkvæmt verðkönnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. júní sl. Samkaup strax og Krambúðin eru næst dýrastar af þeim ellefu verslunum sem verð var kannað hjá.

Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1 prósent á yfirstandandi ári og verður því 9.047 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020.

„Við erum ekki alveg nógu gamlir til að hætta“

Jakob Jakobsson, betur þekktur sem Jakob í Jómfrúnni, hefur ásamt eiginmanni sínum opnað nýjan veitingastað í Hveragerði. Þeir hafa ekki setið auðum höndum frá því að þeir seldu Jómfrúnna árið 2015.

Ætlar að dusta rykið af golfkylfunum

Ingunn Agnes Kro er fráfarandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs hjá Skeljungi. Ingunn hefur starfað hjá Skeljungi frá árinu 2009, fyrst sem yfirlögfræðingur og síðar einnig sem ritari stjórnar og regluvörður.

Með eitt prósent í Kviku

Fjárfestingarfélagið Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu af þeim Ívari Guðjónssyni, Baldvin Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, er komið í hóp stærstu hluthafa Kviku banka með tæplega 1,1 prósents hlut.

Fjarskiptarisar veðja á afþreyingu

Fjarskiptafyrirtæki víða um heim hafa byggt afþreyingu ofan á innviði sína til að sporna við minnkandi vægi farsímaþjónustu. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu nálgast markaðinn með ólíkum hætti.

Lögðu ÍSAM til 800 milljónir

Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára.

Eaton seldi fyrir 1,1 milljarð í Símanum

Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu samanlagt um 2,6 prósenta hlut, jafnvirði tæplega 1,1 milljarðs króna, í Símanum í liðnum mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir