Fleiri fréttir

Ostaflögurnar njóta vaxandi vinsælda

Lava Cheese náði markmiði sínu um 50 milljóna króna hópfjármögnun á aðeins fimm klukkustundum. Hafa hafið sölu í stórum matvörukeðjum í Svíþjóð og anna ekki eftirspurn.

Færri Wow-liðar atvinnulausir

Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun.

Greiða rúman milljarð króna í arð

Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár.

Launin orðin fullhá miðað við aðstæður

Reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi, sem kveða á um að kaupauki starfsmanna fjármálafyrirtækja megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra, hafa stuðlað að því að grunnlaun í bankakerfinu eru orðin fullhá miðað við rekstrarforsendur.

Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd 

Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 

Weekday opnuð á Íslandi

Fyrsta útibú tískufatabúðarinnar Weekday verður opnað á fimmtudaginn. Verslunin er í Smáralind. Hönnuðirnir Sigurður Oddsson og Viktor Weisshappel voru fengnir til að hanna boli í tilefni af opnuninni.

Marel stefnir á skráningu í Hollandi

Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, hyggur á almennt hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við skráningu sína í Nasdaq kauphöllina á Íslandi.

ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar.

Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011

Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans.

Attestor selur í Arion fyrir fjóra milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi í gær hátt í þriggja prósenta hlut í Arion banka fyrir um fjóra milljarða króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 2,8 prósenta hlut í bankanum.

Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ.

Hulda Ragnheiður kjörin formaður FKA

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, var kjörin formaður Félags kvenna í atvinnulífinu á aðalfundi félagsins í gær.

Samtök iðnaðarins segja innistæðu fyrir vaxtalækkun

Á stuttum tíma hefur slaki tekið við af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir sér meðal annars í því að atvinnuleysi mældist í apríl 3,7 prósent borið saman við 2,3 prósent á sama tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess vegna fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt miðvikudaginn 22. maí næstkomandi.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.