Fleiri fréttir

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina

Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.

Með tveggja prósenta hlut í Kviku

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur bætt við sig í Kviku banka með kaupum á ríflega 0,8 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum fyrir um 170 milljónir króna.

Frjálsi kominn í hóp stærstu hluthafa Arion

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í hlutafjárútboði bankans síðasta sumar, hefur bætt við sig í bankanum og fer nú með 1,18 prósenta hlut í honum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Síminn vísar ásökunum um sérhagsmunagæslu á bug 

Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra.

Ostaflögurnar njóta vaxandi vinsælda

Lava Cheese náði markmiði sínu um 50 milljóna króna hópfjármögnun á aðeins fimm klukkustundum. Hafa hafið sölu í stórum matvörukeðjum í Svíþjóð og anna ekki eftirspurn.

Færri Wow-liðar atvinnulausir

Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun.

Greiða rúman milljarð króna í arð

Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár.

Launin orðin fullhá miðað við aðstæður

Reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi, sem kveða á um að kaupauki starfsmanna fjármálafyrirtækja megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra, hafa stuðlað að því að grunnlaun í bankakerfinu eru orðin fullhá miðað við rekstrarforsendur.

Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd 

Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 

Weekday opnuð á Íslandi

Fyrsta útibú tískufatabúðarinnar Weekday verður opnað á fimmtudaginn. Verslunin er í Smáralind. Hönnuðirnir Sigurður Oddsson og Viktor Weisshappel voru fengnir til að hanna boli í tilefni af opnuninni.

Marel stefnir á skráningu í Hollandi

Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, hyggur á almennt hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við skráningu sína í Nasdaq kauphöllina á Íslandi.

ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.