Fleiri fréttir

Velta Brauðs & Co jókst um sjötíu prósent

Sala í súrdeigsbakaríum Brauðs & Co nam ríflega 699 milljónum króna á síðasta ári og jókst um tæp 72 prósent frá fyrra ári þegar hún var um 408 milljónir króna.

Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu

Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn.

Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða 

Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum.

Nýtt fjárfestingafélag með yfir milljarð í hlutafé 

Nýlega var gengið frá stofnun nýs fjárfestingafélags, sem er með vel á annan milljarð króna í hlutafé og heitir Incrementum, en hluthafahópurinn samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku banka, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Gefur út bók um gjaldþrot WOW air  

Um næstkomandi mánaðamót kemur út bók um gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Höfundur bókarinnar er Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, en í henni er farið yfir aðdragandann að stofnun flugfélagsins, uppgang þess og fall.

Þyngri róður í aprílmánuði

Samdráttar gætti í ýmsum kimum ferðaþjónustunnar í apríl. Fall WOW air hafði veruleg áhrif á rútufyrirtækin að sögn framkvæmdastjóra Kynnisferða en tekjur þess drógust saman um 34 prósent.

Vísir og Alfreð í samstarf

Alfreð, stærsti atvinnuleitarmiðill landsins, og Vísir hefja í dag formlegt samstarf með nýjum atvinnuvef Vísis á slóðinni visir.is/atvinna.

Farþegum fækkaði um fjórðung eftir fall WOW

Far­þegum á Kefla­víkur­flug­velli fækkaði um rúm­lega fjórðung í apríl miðað við apríl í fyrra en um er að ræða fyrsta heila mánuðinn eftir fall flug­fé­lagsins WOW air.

37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot

Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,3 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir.

Vegir Landsvirkjunar á við hálfan hringveginn í lengd

Landsvirkjun hefur á rúmlega hálfrar aldar starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjárfesting orkufyrirtækisins í vegagerð nemur yfir tíu milljörðum króna.

Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum

Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming.

Of mörgum stöðvum mætt með álagningu

Borgarfulltrúar samþykktu einróma að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming. Slíkt hefur ekki komið til tals í nágrannasveitarfélögum. Framkvæmdastjóri FÍB segir of mikið framboð halda bensínverðinu uppi.

Innkalla tilbúna rétti vegna málmbúts

Fyrirtækið Rotissier ehf. hefur, í samráði vði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað tilbúna rétti sem seldir eru undir merkjum HAPP í matvöruverslunum.

Þykir bensín­stöðva­fækkunin brött

Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart.

Haukur snýr heim úr heimsendingum

Haukur Jarl Kristjánsson snýr aftur til fyrirtækisins The Engine, dótturfyrirtækisins auglýsingastofunnar Pipars/TBWA, sem sér um markaðssetningu á netinu.

Fá vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni

Isavia fékk í dag vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Isavia mun krefjast þess að málinu verði vísað frá, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia.

Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia

Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air.

Orðnir fjórðu stærstu hluthafar Skeljungs

Félög í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, sem meðal allars eru eigendur fasteignasölunnar RE/MAX, hafa gert framvirka samninga um kaup á rúmum fimm prósenta hlut í Skeljungi.

Hlutabréfaverð á blússandi siglingu

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði.

Hagnaður Norðuráls minnkaði um þrjá milljarða króna í fyrra

Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með rúmlega 4,5 milljóna dala hagnaði á árinu 2018, jafnvirði um 550 milljóna króna á núverandi gengi, og dróst hagnaðurinn saman frá fyrra ári um nærri 25 milljónir dala, eða sem nemur um þremur milljörðum króna.

Ríkissáttasemjari á meðal umsækjenda

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar eru á meðal umsækjenda.

Áliðnaðurinn þarf umhverfi til að vaxa

Stjórnvöld þurfa að vera á tánum til að halda samkeppnishæfni í áliðnaði að sögn forstjóra Alcoa Fjarðaáls. Framleiðslan færist í auknum mæli til Kína þar sem hún er niðurgreidd og óumhverfisvæn.

Apple Pay komið til Íslands

Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu.

Sjá næstu 50 fréttir