Fleiri fréttir

Erlendir sjóðir seldu fyrir nærri milljarð í Símanum

Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum.

Þjónustustig líði fyrir launahækkanir

Íslenskar smásölukeðjur skoða möguleikann á því að minnka þjónustustig til þess að geta staðið undir launahækkunum. Forstjóri Festar telur líklegt að hækkanirnar brjótist fram í atvinnustigi fremur en verðbólgu.

Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið

Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika.

Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA

Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA.

Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt

Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu.

FME skoðar Hluthafa

Til skoðunar er hvort vefurinn og söfnunin samrýmist lögum um verðbréfaviðskipti.

Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air

Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag.

Páskaeggin ódýrust í Bónus

Verðlagskönnun ASÍ hefur leitt í ljóst að ódýrustu páskaeggin má, í flestum tilfellum, finna í Bónus.

Flýta frumvarpi um erlendar sendingar

Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið.

Selur í Högum og kaupir í Skeljungi

Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, er komið með 7,67 prósenta hlut í Skeljungi. Markaðsvirði hlutarins nemur um 1.300 milljónum króna.

Gaman Ferðir hætta starfsemi

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir, sem var að 49% hlut í eigu WOW Air, hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og er hætt rekstri.

Enski boltinn á 4500 krónur

Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir, Logi Bergmann og Bjarni Þór Viðarsson verða sérfræðingar Símans um enska boltann.

Telja væntar endurheimtur 15 prósent

Norskt greiningarfyrirtæki hefur verðlagt skuldabréf WOW air á 15 prósent af nafnvirði. Norskir og þýskir sjóðir keyptu skuldabréf flugfélagsins ásamt bandarískum fjármálarisa.

Sjá næstu 50 fréttir