Fleiri fréttir

Sala Domino's á Íslandi jókst um fjögur prósent

Sala Dominos's á Íslandi jókst um 4,2 prósent á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sem breska móðurfélagið, Domino's Pizza Group, birti í kauphöllinni í Lundúnum í gær.

Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða

Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut.

480 milljónir í Icelandic Provision Provisions

Hlutafé skyrsölufyrirtækisins Icelandic Provisions, sem er meðal annars í eigu Mjólkursamsölunnar og íslenskra einkafjárfesta, var aukið um fjórar milljónir dala, jafnvirði tæplega 480 milljóna króna, í síðasta mánuði, samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent bandaríska verðbréfaeftirlitinu.

Hættur í bankaráði Landsbankans

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar í kvöld.

Veðsetja þotur

Icelandair Group hefur samið um lán að fjárhæð 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 9,7 milljarða króna, við ónefnda innlenda lánastofnun að því er fram kom í tilkynningu frá félaginu í gær.

Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins

Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar.

Jákvæðar 15 milljónir dala

Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda.

Brandenburg hlaut flesta Lúðra

Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta Lúðra þegar íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, voru veitt í kvöld á Reykjavík Hilton Nordica.

Stefanía Inga til Fisk Seafood

Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla

40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019.

Hjördís Elsa nýr markaðsstjóri Krónunnar

Hjördís hefur undanfarin ár starfað hjá Festi, fyrst sem markaðsfulltrúi Krónunnar, Nóatúns og Kjarval en nú síðast sem sérfræðingur í markaðsdeild Krónunnar.

Lágmarkslaun um 70 prósentum hærri

Ef leiðrétt er fyrir verðlagi eru lágmarkslaun á Íslandi um 70 prósentum hærri en í Póllandi. Þaðan koma flestir innflytjendur. Miklar hækkanir á lágmarkslaunum geta leitt til gengisveikingar eða atvinnuleysis að sögn hagfræðings. Hagkerfið þoli ekki mikið hærra raungengi.

Yrði að segja Birnu upp til að lækka bankastjóralaunin háu

Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, verða ekki lækkuð einhliða án þess að segja upp ráðningarsamningi hennar. Fjármálaráðherra hefur kallað eftir endurskoðun launa ríkisbankastjóranna. Stjórn bankans nýbúin að verja launahækkanir. Ólíklegt að vilji sé fyrir kjaraskerðingu.

Róbó-ráðgjöf fær nýja fjárfesta til leiks

Sjálfvirkni hefur aukið aðgengi að fjárfestingaráðgjöf og eignastýringu erlendis. Róbó-ráðgjafar hafa lækkað verð þjónustunnar og gert fjármálafyrirtækjum kleift að höfða til breiðari hóps.

Helgi áfram formaður Samorku

Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, var í dag endurkjörinn formaður stjórnar Samorku á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var á Grand hótel Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir