Fleiri fréttir

Icelandair kaupir WOW air

Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Júlía Rós ráðin til Coca-Cola

Júlía Rós Atladóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi þar sem hún mun veita vörustjórnunarsviði forystu.

Síminn braut gegn lögum

Síminn hf. braut gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að tilkynna Fjármálaeftirlitinu (FME) ekki samdægurs um viðskipti fruminnherja með bréf í félaginu.

Nýr gjaldmiðill ekki á dagskrá verkalýðshreyfingarinnar

Varaformaður Viðreisnar segir það furðu sæta hvað verkalýðshreyfingin tali lítið um kostnaðinn sem fylgi krónunni. Forseti ASÍ segir að umboð sitt sé afmarkað af ályktunum landsþings ASÍ en þar er ekki minnst einu orði á evru eða stöðugan gjaldmiðil.

Seðlabankinn slakar á innflæðishöftum

Seðlabanki Íslands ákvað í dag að slaka á innflæðishöftunum svokölluðu með breytingu á reglum um bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Breytingarnar fela í sér lækkun á bindingarhlutfalli reglnanna úr 40% í 20%.

Íbúðir á minna en 20 milljónir

Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi.

Framkvæmdastjóri FISK Seafood hættir

Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fisk Seafood hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi.

Kaupa þriðjungshlut í Solo Holding

Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt þriðjungshlut í Solo Holding ehf. að því er fram kemur í tilkynningu sem Solo Holding ehf. sendir fjölmiðlum.

Hannes hættir sem forstjóri Air Atlanta

Hannes tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans.

Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel

Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels.

Fregnir af dauða hagkerfisins stórlega ýktar

Þrátt fyrir áskoranir framundan, lækkun krónunnar að undanförnu og að útlit sé fyrir hægan vöxt hagkerfisins á næsta ári er óþarfi að örvænta, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka.

Býst við hærri fargjöldum á næstunni

Starfandi forstjóri Ice­landair Group segist hafa "enga trú“ á öðru en að flugfargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Greinandi Landsbankans segir hugsanlegt að flugfélög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni.

Sjá næstu 50 fréttir