Fleiri fréttir

Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna

Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að niðurstaða varðandi sölu félagsins ætti að liggja fyrir strax í haust.

Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air

Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár.

Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins

Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum.

Efast um að spá Icelandair gangi eftir

Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð.

Íhuga að skrá Iceland Seafood á aðalmarkað Kauphallarinnar

Stjórn Iceland Seafood International hyggst kanna möguleikann á því að skrá sjávarútvegsfélagið á aðalmarkað Kauphallarinnar í kjölfar kaupa þess á Solo Seafood, eiganda spænsku félaganna Icelandic Iberica og Ecomsa og argentínska félagsins Achernar.

N1 verður „gjörbreytt“

Kaup N1 á Festi skila meiri samlegðaráhrifum en gert er ráð fyrir í áætlunum olíufélagsins, að sögn forstjórans. Hlutabréfaverð N1 hækkaði um 11,5 prósent.

Allianz með 450 milljóna hagnað

Allianz á Íslandi hagnaðist um 448 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaður félagsins saman um 6,9 prósent frá fyrra ári.

N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg

Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk.

Stærsta skuldbinding Landsbankans hækkaði um 16 milljarða

Stærsta einstaka áhættuskuldbinding Landsbankans jókst um ríflega 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam tæpum 44 milljörðum króna eða sem jafngildir 19,2 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok júnímánaðar.

Ferðafólk eykur matarinnkaup

Erlend kortavelta jókst um 16 prósent í dagvöru fyrstu fimm mánuði ársins. Á sama tíma jókst velta aðeins um fjögur prósent í veitingaþjónustu. Ferðamenn eru nú sagðir haga sér meira líkt og hagsýnir neytendur.

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi

Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um.

Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti

Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin.

Vindur úr seglum innlendra hlutabréfa

Ástæða lækkunar á verði hlutabréfa hérlendis á þessu ári er meðal annars minni umsvif lífeyrissjóða á þeim markaði, kostnaðarhækkanir og kólnun í hagkerfinu.

Ekki allur vindur úr Biokraft í Þykkvabæ þökk sé varahlutum af Ebay

Önnur vindmylla fyrirtækisins Biokraft í Þykkvabæ er byrjuð að framleiða rafmagn á ný eftir að hafa verið biluð í tvo mánuði. Eigandi fyrirtækisins kom vindmyllunni sjálfur í gagnið með varahlutum af Ebay. Hann setur jafnframt spurningamerki við gagnrýni íbúa í nágrenninu sem segja stafa hljóðmengun af vindmyllunum.

Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja

Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air.

Landsvirkjun skoðar breytingar á Búrfellslundi til að mæta athugasemdum um sjónmengun

Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið.

Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn

Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði.

Kaupa íslenskan fjártæknirisa á mörg hundruð milljónir

Hollenskt fyrirtæki í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans hefur keypt fjártæknifyrirtækið Libra sem er leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Stofnuðu Five Degrees eftir fjármálahrunið og keyptu tölvukerfi Landsbankans í Lúxemborg af þrotabúinu. Kauphöllin seldi Libra árið 2009 til starfsfólks og fjárfesta.

Viðsnúningur í rekstri Auðar I

Framtakssjóðurinn Auður I, sem er í rekstri Kviku, hagnaðist um 166 milljónir króna árið 2017 samanborið við 103 milljóna króna tap árið áður.

Ríkið verði af tveimur milljörðum á ári

Samtök ferðaþjónustunnar áætla að ríkið verði af tveimur milljörðum króna á meðan Airbnb og sambærilegum leigusíðum er ekki gert að innheimta gistináttaskatt. Taka átti á málinu fyrir ári en það er enn í skoðun. Kerfið míglekur, segir stjórnarformaður Gray Line.

Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda

Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum.

Töluverð hækkun á fasteignaverði í júní

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir