Fleiri fréttir

Heilbrigt að fleiri komi að borðinu

Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir það ekki endilega til bóta að aðeins ein stofnun komi að því að greina kerfisáhættu á fjármálamörkuðum. Það sé heilbrigt að fleiri stofnanir "komi að borðinu“.

Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni

Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga.

Meta Arion allt að 56 prósent yfir útboðsgengi

Greinendur meta gengi hlutabréfa í Arion banka allt að 56 prósent hærra en útboðsgengi bréfanna. Sérfræðingar IFS telja líklegt að vaxtamunur muni lækka vegna aukinnar samkeppni. Capacent segir vaxtarmöguleika íslenskra banka takmarkaða.

Óstöðugur vinnumarkaður stærsta áskorun íslensks samfélags

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu.

Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman

Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota.

Átta hafa dregið uppsögn sína til baka

Átta þjónustufulltrúar hjá Hörpu hafa dregið uppsagnir sínar til baka eftir að stjórn Hörpu ohf. kynnti ákvörðun sína um að tímakaup þeirra muni taka mið af samningum sem voru í gildi á síðasta ári.

Alþjóðaflugvelli 30 km nær Reykjavík fylgir mikill ábati

Tímasparnaður sem fylgdi styttingu vegalengda með nýjum alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni er metinn allt að 120 milljarða króna virði. Vegalengd frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðsins myndi styttast um þrjátíu kílómetra.

Prófessor Lars Jonung telur myntráð bestu leiðina fyrir Íslendinga

Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.