Fleiri fréttir

Keyptu GAMMA-húsið við Garða­stræti á 420 milljónir

Félag í eigu hjónanna Aðalsteins Karlssonar, fjárfestis og fyrrverandi eiganda heildverslunarinnar A. Karlsson, og Steinunnar Margrétar Tómasdóttur hefur keypt húsið við Garðastræti 37 í Reykjavík á 420 milljónir króna.

Norwegian hættir flugi á lengri leiðum

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins.

Skora á stjórnvöld að koma veitingageiranum til aðstoðar hið snarasta

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði segja mörgum veitingahúsum hafa verið lokað og fjölmörg séu á ystu nöf. Þau rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. Því skora samtökin á stjórnvöld að bregðast við og létta á takmörkunum sem snúa að veitingahúsum og krám.

Gæti misst af þrjátíu milljörðum

Þýski forritarinn Stefan Thomas á ekki nema tvær tilraunir eftir til að finna lykilorðið að harða disknum sínum. Venjulega væri það ekkert stórmál en á þessum diski Thomas er Bitcoin-veski með rafmynt að andvirði 31 milljarðs íslenskra króna.

Finnur yfirgefur Fjármálaeftirlitið

Finnur Sveinbjörnsson hætti sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans nú um áramótin. Elmar Ásbjörnsson, sem hefur gegnt stöðu forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviðinu, verður settur framkvæmdastjóri þangað til starfið verður auglýst.

Ljósa­bekkjum fer fjölgandi á höfuð­borgar­svæðinu

Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili.

Vinnslan hefst á ný á Seyðis­firði

Vinnsla hófst á ný í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði en hún féll niður þegar stóra skriðan féll þar 18. desember síðastliðinn.

Bitcoinæði á Íslandi

Kjartan Ragnars lögmaður, einn eigenda Myntkaupa á Íslandi, segist ekki hafa undan að svara spurningum fólks um bitcoin.

Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta

Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana.

Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s

Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi.

Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð

Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar.

Úlla Ár­dal yfirgefur RÚV og kynnir náttúruperlur

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu og hóf störf þann 5. janúar. Þar mun hún sinna verkefnum sem er ætlað að styðja við uppbyggingu innviða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit með það að markmiði að gera svæðið ákjósanlegra til búsetu og fjárfestinga.

Skúli í Subway sýknaður

Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður af ákæru fyrir millifærslur af bankareikningi félags sem stefndi í gjaldþrot. Tveir til viðbótar voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í málinu.

Banda­rískt fyrir­tæki festir kaup á LS Reta­il

Bandaríska fyrirtækið Aptos hefur undirritað samning um kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail sem sérhæfir sig í þróun verslunar- og afgreiðslukerfa. Í tilkynningu frá LS Retail er Aptos sagt vera leiðandi fyrirtæki í tæknilausnum fyrir verslanir og að íslenska fyrirtækið verði starfrækt sem sjálfstæð eining innan Aptos samstæðunnar.

Ró­legra yfir leigu­markaðnum en í­búða­markaðnum á tímum far­aldurs

Á sama tíma og íbúðaverð tók að hækka í kjölfar vaxtalækkana á seinni hluta síðasta árs hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði staðið í stað. Frá janúar og fram í maí mældist lækkun milli mánaða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum en síðan tók við lítils háttar hækkun milli mánaða fram að október þegar verð tók að lækka.

Þess virði að gefa starfsfólki von

Bólusetning í augsýn gefur án efa tilefni til meiri bjartsýni framundan en áður fyrir atvinnulífið um allan heim. Rannsóknir sýna þó að það er árangursríkari leið fyrir stjórnendur að efla von hjá starfsfólki en bjartsýni. Hvers vegna?

Parler ætlar í hart við Amazon

Samfélagsmiðillinn Parler ætlar að höfða mál gegn Amazon eftir að fyrirtækið neitaði að hýsa vefsíðu miðilsins áfram. Ákvörðun Amazon kom í kjölfar þess að bæði Google og Apple ákváðu að fjarlægja Parler úr smáforritaverslunum sínum.

Hvetur til skipaflutninga til að létta á þjóðvegakerfinu

Framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis sunnanverðra Vestfjarða, segir galið að allir þungaflutningar landsins fari um þjóðvegakerfið. Hann hvetur til skipaferða og að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði efldar.

Kólus innkallar Risaþrista

Sælgætisframleiðandinn Kólus hefur ákveðið að innkalla Sambó Ristaþrist í fimmtíu gramma umbúðum. Ástæðan er sögð sú að aukabragð hafi borist úr plastumbúðum í vöruna. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri að því er segir í tilkynningu frá Kólus.

Rúmlega tuttugu ára sögu Café Bleu lokið

Kaffihúsinu Café Bleu, sem starfrækt hefur verið í Kringlunni frá árinu 1999, hefur verið lokað. Eigendur kaffihússins segjast sjá á eftir fjölmörgum fastakúnnum en tími hafi verið kominn á breytingar. Nýr veitingastaður verður opnaður í rýminu að loknum framkvæmdum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur

Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá.

Parler ekki lengur aðgengileg

Vefsíða Parler, sem hefur verið lýst sem valkostur við Twitter, liggur nú niðri. Það gerist eftir að Amazon greindi frá því um helgina að fyrirtækið myndi frá og með deginum í dag hætta að hýsa síðuna vegna ítrekaðra brota á notendaskilmálum.

Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára

„Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 

Amazon neitar að hýsa Parler

Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn.

„Ég er djarfur að upplagi“

„Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma.

Sjá næstu 50 fréttir