Fleiri fréttir

Í fínu lagi að halda Iittala-límmiðanum

Fólki er það í sjálfsvald sett hvort það tekur límmiðann af Iittala-vörum eða ekki, að sögn starfsmanna þriggja Iittala-verslana í Helsinki sem Vísir ræddi við.

Segir greiðslu­miðlunar­fyrir­tæki halda 15 milljónum í gíslingu

Einn eigenda ferðaþjónustunnar Vogafjóss í Mývatnssveit segir greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta hafa haldið eftir nær öllum kreditkortagreiðslum til fyrirtækisins frá því að staðurinn opnaði að nýju í lok maí eftir lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Korta hafi haldið yfir fimmtán milljónum eftir. 

Flug­freyjur boða alls­herjar­verk­fall

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí.

Krísufundur hjá flugfreyjum

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi.

Geta sótt um lán til að endur­greiða ferðir í næstu viku

Alþingi hefur samþykkt stofnun Ferðaábyrgðasjóðs í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum í byrjun næstu viku og hafist handa við að greiða endurgreiðslukröfur á hendur sér.

N1 festir kaup á Ísey skyrbar

N1 hefur keypt rekstur Ísey skyrbar á þjónustustöðvum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

British Airways leggur júmbó-þotunni

Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni

Samkeppniseftirlitið segir Pennanum að selja bækur frá Uglu

Samkeppniseftirlitið telur að sölusynjun Pennans á bókum Uglu útgáfu hafi ekki stuðst við málefnalegar forsendur en með bráðabirgðaákvörðun eftirlitsins er Pennanum gert að taka bækur útgefandans í sölu að nýju. Ákvörðunin mun vera í gildi til áramóta.

Undirliggjandi horfur krónunnar góðar

Evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast.

Ráku 10 en vilja ráða 60

Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans.

Kvika hyggst eignast Netgíró

Forsvarsmenn Kviku segja bankann hafa undirritað viljayfirlýsingu um að kaupa Netgíró að fullu og verða eini eigandi þess.

Öflugur viðsnúningur í Kína

Hagvöxtur í Kína er að taka við sér á ný eftir djúpa 6,8 prósenta niðursveiflu fyrstu þrjá mánuði þessa árs.

Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun

Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag.

Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega

Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja.

Gengust við mis­tökum eftir undir­ritun samningsins

Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair greindi á um útfærslu tveggja greina í kjarasamningi sem undirritaður var í lok í júní – og var loks felldur í atkvæðagreiðslu FFÍ nú í júlí.

Apple þarf ekki að greiða milljarða í skatta á Írlandi

Almenni dómstóll Evrópusambandsins ógilti í dag ákvörðun framkvæmdastjórnar sambandsins sem skikkaði tæknifyrirtækið Apple til að greiða þrettán milljarða evra, jafnvirði um 2.080 milljarða íslenskra króna, í skattaskuld á Írlandi.

Bretar banna vörur Huawei frá áramótum

Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár.

Sjá næstu 50 fréttir