Fleiri fréttir

Arion banki tekur á sig átta milljarða högg

Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta.

Hótel Skúla á Ásbrú skellir í lás

Base hótel á Ásbrú á Reykjanesi, sem er í eigu félags Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda Wow air, hefur lokað og hætt rekstri.

Íslenskt app mun stórefla öryggi í heimahjúkrun

Origo vinnur að nýju appi sem stórauka á öryggi í heimahjúkrun. Appið, sem nefnist Smásaga frá Origo, gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að skrá sjúkragögn í gegnum snjalltæki og þannig koma í veg fyrir rangar skráningar og að gögn glatist.

Atvinnulíf hefur göngu sína á Vísi

Í dag hefur göngu sína flokkurinn Atvinnulíf á Vísi. Umsjónarmaður Atvinnulífs er Rakel Sveinsdóttir. Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira sem fólk kljáist við á vinnustöðum og í sínu daglega lífi.

Innkalla frosnar ostrur vegna nóróvíruss

Dai Phat Trading ehf hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað frosnar ostrur vegna þess að nóróvírus var greindur í vörunni.

Segja líkindi með ellefu ára gömlu flugslysi og MAX-flugslysunum

Rannsókn New York Times á gögnum og skýrslum í tengslum við flugslys sem varð í febrúar 2009 er sögð í frétt blaðsins leiða í ljós ýmis líkindi með flugslysinu og flugslysunum sem urðu til þess að flugbann var sett á Boeing 737 MAX vélarnar á síðasta ári.

Plastbitarnir á stærð við mannsnögl

Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa siríusi eru á stærð við mannsnögl, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar.

Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt

Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár.

Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu

Ráðamenn grænlenska flugfélagsins Air Greenland tilkynntu á föstudag um kaup á nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Þetta er stærsta fjárfesting í sögu félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir