Fleiri fréttir

Veitir sam­þykki fyrir stóru hóteli í Þjórs­ár­dal

Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði.

Geta lent á vegg við endurfjármögnun

Skert samkeppnishæfni bankanna dregur úr áhrifum vaxtalækkana Seðlabankans. Ný útlán til fyrirtækja hafa dregist saman á árinu. Bitnar á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti við fjármögnun en bankalán. Fyrirtækjalánasafn Arion minnkar hratt.

Auglýsir eftir túlípönum

Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning á búvörum hefur hafnað erindi Félags atvinnurekenda (FA) um að fella niður tolla á túlípönum.

„Vöndum til verka“ – hópuppsagnir og jafnréttismál

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá HR, er gestur Unnar í hlaðvarpinu "Á mannauðsmáli“. Í spjalli sínu við Unni fer Ella Sigga meðal annars yfir hvernig undirbúa megi stjórnendur sem þurfa að segja upp fólki, mikilvægi ráðgjafar til starfsfólks sem missir vinnuna og hvernig má hlúa að þeim sem eftir eru.

Aurum selur skart í House of Fraser

Selja íslenska hönnun í fimm stórverslunum House of Fraser. Munu opna í tveimur öðrum stórverslunum eftir áramót. Stjórnendur Aurum vilja stíga varfærin skref í vextinum. Aurum hóf að sækja á Bretland fyrir fimm árum. Skartgripamerkið verður tvítugt í ár.

Vilja minnka fyrirtækjalánasafnið um 20 prósent 

Arion banki stefnir að því að minnka lánasafn bankans til fyrirtækja um tuttugu prósent fyrir árslok 2020 en í lok þriðja ársfjórðungs nam bókfært virði fyrirtækja­lána bankans um 404 milljörðum króna.

Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri

Hagsmunaaðilar hafa ólíka sýn á fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislöggjöfinni. Heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar til dómstóla er stærsta deiluefnið. Samkeppniseftirlitið ekki mótfallið sjálfsmati fyrirtækja á samstarfi en Gylfi Magnússon gagnrýnir það harðlega.

Novator fjárfesti í Stripe

Fyrirtækið var metið á 35 milljarða dollara, jafnvirði um 4.373 milljarða króna í 250 milljóna dollara hlutafjáraukningu sem Novator tók þátt í.

SidekickHealth verðlaunað

Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth hlaut annað sæti í keppni EIT Digital fyrir að vera á meðal bestu heilbrigðistæknifyrirtækja í Evrópu.

Play semur við ungt þjónustufyrirtæki

Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flug­afgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Áhugi erlendra fjárfesta glæðist á ný

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta að leggja fé í íslensk verðbréf. Fylgni íslenska markaðarins við hinn alþjóðlega sé lítil. Fossar markaðir stefna á að halda fjárfestadag beggja vegna Atlantshafsins einu sinni á ári.

Segjast þurfa að hætta rekstri

Jón Heiðar Guðjónsson hjá Ferðaþjónustunni Reykjanesi við Ísafjarðardjúp sendi bæjarstjórn Ísafjarðar bréf vegna nýtingar á jarðhitaréttindum og nýlegs úrskurðar þess efnis.

Sala Arion á TravelCo er á lokametrunum 

Einkaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á ferðaskrifstofusamstæðunni af Arion banka. Kaupin gætu klárast í þessum mánuði en óvíst er hvort íslensku eignirnar, Heimsferðir og Terra Nova, verða með í kaupunum.

Nafni Thomas Cook er borgið

Kínverska fyrirtækið Fosun hefur bjargað nafni elsta ferðaþjónustufyrirtækis í heimi, Thomas Cook, en Fosun keypti nafnið fyrir ellefu milljónir punda, sem samsvara tæpum 1,8 milljörðum íslenskra króna.

Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja

Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu.

Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi

Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs.

Nýtt Alzheimerlyf sem virkar á þarmana

Kína hefur samþykkt nýtt lyf við Alzheimersjúkdómnum. Samþykkið er þó háð vissum skilyrðum en þetta er í fyrsta sinn í næstum tvo áratugi sem slíkt samþykki hefur verið veitt. Ýmsir sérfræðingar efast um virkni lyfsins.

Íslendingar sjúkir í sódavatn

Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag.

125 milljarðar á einni mínútu

Dagur einhleypra er hugarfóstur téðs Alibaba og er ætlað að koma til móts við hinn rótgróna Valentínusardag.

Telja orkuverð hér allt of hátt

Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng.

Kína sniðgengur bandarískar vörur

Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu.

Fyrsta verkfæraverslunin

Verslunin Brynja fagnar aldarafmæli í dag. Hún plumar sig á Laugaveginum innan um lundabúðir og kaffihús. Búðargluggar hennar voru í byrjun þeir stærstu í borginni.

Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal

Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni.

Sjá næstu 50 fréttir