Fleiri fréttir

Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir.

Vöruviðskiptahallinn jókst

Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs voru fluttar út vörur fyrir 549 milljarða króna en inn fyrir tæpa 713 milljarða.

Hvítt verður svart í Mosfellsbænum

Fyrsta stækkun Blackbox eftir að nýir eigendur komu inn verður í Mosfellsbæ. Gleðipinnarnir í eigendahópnum hafa keypt húsið þar sem Hvíti riddarinn var áður starfræktur í Mosfellsbænum.

Ítarleg úttekt á því af hverju McDonalds gekk ekki upp hér landi

Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær.

Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran

Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran.

Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar

Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar.

Leggja til aukið frelsi við ráðstöfun séreignarsparnaðar

Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar.

Hafa engar áhyggjur af framtíð Apple og telja félagið undirverðlagt

Þrátt fyrir að Apple hafi selt færri iPhone á síðasta ári en spár gerðu ráð fyrir, einkum vegna minni sölu í Kína, þá jókst sala á öllu öðru eins og fartölvum, spjaldtölvum, heyrnartólum og þjónustu um nítján prósent. Þá jukust þjónustutekjur vegna iCloud um 28 prósent og námu rúmlega 10 milljörðum dollara bara á síðasta fjórðungi ársins 2018.

Segir algeran jöfnuð óæskilegan

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær og kröfur verkalýðshreyfingarinnar.

Neytendur hugsi um notagildi á útsölunum

Formaður Neytendasamtakanna segir neytendamálin vera að fá meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Ný stjórn samtakanna leggi áherslu á siðræna neyslu. Hann ráðleggur neytendum að forðast óþörf kaup á janúarútsölunum.

Afskráðu ePóst án samþykkis

Íslandspóstur ohf. afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða.

Hlutabréf í Apple féllu um tíu prósent

Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs.

Domino's með fimmtung markaðarins

Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga.

Ívar og Kjartan til Völku

Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku.

Ekki rétt að bankinn birti eigin spá

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur að birting stýrivaxtaspáferils bankans muni ekki hjálpa til við að upplýsa fjárfesta um líklega þróun vaxtanna. Seðlabankinn hyggst koma á fót vinnuhópi til þess að meta inngripastefnu bankans á gjaldeyrismarkaði.

Fólki í fæðingarorlofi sagt upp og VR vill svör

Nokkrir fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa leitað til VR til að kanna réttarstöðu sína vegna uppsagna. Fólki í fæðingarorlofi sagt upp án þess að fyrir lægi skriflegur rökstuðningur eins og lög gera ráð fyrir. VR rukkar WOW um svör.

Sjá næstu 50 fréttir