Fleiri fréttir

Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona

Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða.

Málefni fatlaðra setja fjármál borgarinnar í óvissu

Flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til borgar og óvissa um fjármögnun málaflokksins veldur drætti á framlagningu þriggja ára fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Borgaryfirvöld vonast til þess að hægt verði að ljúka gerð áætlunarinnar í byrjun hausts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni en fyrr í dag óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG eftir því að borgarstjórn yrði kölluð saman til aukafundar vegna vanskila á áætlunininni. Fulltrúarnir segja að samkvæmt lögðum átt að leggja slíka áætlun fram fyrir fimm mánuðum og að vinnubrögð meirihlutans væru því óábyrg og algjörlega óviðunandi.

Turner Broadcasting vill kaupa Latabæ

Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting hefur gert tilboð upp á 1,4 milljarða króna í allt hlutafé Latabæjar, en áform eru um að framleiða nýja seríu af þáttunum fyrir alþjóðlegan markað

Fyrrum stjórnendur VBS grunaðir um umboðssvik

Fyrrum stjórnendur VBS fjárfestingarbanka eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik en málið snýst um færslu á láni VBS yfir í ógjaldfært félag í eigu stærstu eigenda bankans. Fyrrverandi forstjóri segir engan hafa rætt við sig um málið. Hann vísar lögbrotum á bug segist hafa tekið allar ákvarðanir með hagsmuni bankans í huga.

Uppruni og saga framrúðunnar

Fáum kemur líklega á óvart að framrúðan var upphaflega fundin upp til þess að koma í veg fyrir blástur framan í bílstjórann.

Kvótaskerðing kemur mest við kaunin á Vestfjörðum

Greining Arion banka segir að boðuð kvótaskerðing í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar muni koma mest við kaunin á Vestfjörðum af einstökum landshlutum. Þá munu minni útgerðir fá meir skell en þær stærstu.

Vændishneyksli skekur Wall Street

Lögreglan í New York hefur upprætt vændishring sem sérhæfði sig í að veita sterkefnuðum fjármálamönnum á Wall Street þjónustu sína.

Turner vill kaupa Latabæ á 1,4 milljarða

Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting System, sem tilheyrir Time Warner, býðst til að greiða 12 milljónir dollara eða 1,4 milljarða kr. fyrir allt hlutafé Latabæjar.

Nær 4.000 án vinnu í ár eða lengur

Fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur fjölgar verulega milli ára. Um 3.900 höfðu verið atvinnulausir svo lengi að meðaltali á öðrum ársfjórðungi 2011, en á síðasta ári voru 2.700 í þeirri stöðu, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands.

Líkur á samkomulagi um skuldaþak aukast

Líkur á því að samkomulag náist um skuldaþak Bandaríkjanna hafa aukist töluvert eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti ákvað að gefa eftir í deilum sínum við bandaríska þingmenn um málið.

Ræða um aukna sölu olíu úr neyðarbirgðum

Umræða er hafin um hvort Alþjóðlega orkumálastofnunin eigi að setja meira af neyðarbirgðum sínum af olíu á markaðinn til að reyna að halda verðinu í skefjum.

FME gerir athugasemdir við auglýsingu MP banka

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við auglýsingu frá MP banka þar sem bankinn tíundar ágæti eignastýringar sinnar en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í maí síðastliðnum.

Gullverð nær methæðum

Órói á fjármálamörkuðum olli því að metverð var greitt fyrir gull á alþjóðamörkuðum í gær. Gullforði Seðlabankans hefur haldist nær óbreyttur að stærð síðasta áratuginn, en hefur hins vegar áttfaldast í verði.

Vill 220 milljarða fyrir hlutinn í Iceland en Walker í lykilstöðu

Landsbankinn er sagður vilja 220 milljarða króna fyrir hlut sinn í Iceland Foods verslanakeðjunni sem er mun meira en Malcolm Walker, forstjóri félagsins, vildi greiða. Walker hins vegar með forkaupsrétt og getur því jafnað hvaða tilboð sem er í félagið. Söluandvirðið fer rakleitt í Icesave-kröfurnar.

Nýr iPhone kynntur í september?

Apple-aðdáendur bíða margir hverjir gríðarlegar spenntir eftir fimmtu útgáfunni iPhone símanum. Nú hafa netverjar fullyrt að nýi síminn verður kynntur til leiks í september. Áður var því haldið fram að hann kæmi í byrjun ágúst. Talið er víst að í símanum verði ný uppfærsla á stýrikerfinu, iOS 5, en iPhone 4 er iOS 4 stýrikerfið.

Atvinnuleysi meira en í tölum Vinnumálastofnunar

Langtímaatvinnuleysi hefur tekið stökk á milli ára, þrátt fyrir fullyrðingar um að efnahagsbatinn sé hafinn í landinu. 15.800 manns voru atvinnulausir á öðrum fjórðungi ársins.

Úlfar og Kristján vildu halda kaupverðinu á Toyota leyndu

Landsbankinn vill enn ekki gefa upp kaupverð á Toyota á Íslandi en í lok júní gengu Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og Kristján Þorbergsson, fjármálastjóri frá kaupum á 60 prósenta hlut á Toyota á Íslandi af Landsbankanum.

Keypti Domino's fyrir minna en helming af því sem hann seldi það á

Birgir Þór Bieltvedt sem gengið hefur frá kaupum á Domino's af Landsbankanum keypti fyrirtækið á minna en helming af því sem hann seldi það á árinu 2005. Þá voru skuldir þess upp á einn og hálfan milljarð króna felldar niður hjá Landsbankanum áður en fyrirtækið var selt til Birgirs Þórs.

Vextir á grískum skuldabréfum yfir 40%

Ávöxtunarkrafan á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára fór yfir 40% í morgun. Svo há krafa hefur ekki áður sést á grískum skuldabréfum. Þegar leið á morguninn lækkaði þessi krafa aðeins og stendur nú í kringum 38%.

Sveitarfélögin eiga hátt í 5.000 leiguíbúðir

Leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga voru 4.656 talsins í fyrra og hafði þá fjölgað um 69 frá fyrra ári. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur aukist, íbúðum sem standa auðar hefur fækkað umtalsvert og æ fleiri sveitarfélög greiða nú sérstakar húsaleigubætur.

Uppgjör Goldman Sachs veldur vonbrigðum

Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs skilaði mun minni hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins en spáð hafði verið. Hagnaðurinn nam rétt rúmlega 1 milljarði dollara eða 185 sent á hlut en spár gerðu ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 230 sent á hlut.

Byggingavísitalan hækkar áfram

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2011 er 110,8 stig sem er hækkun um 0,8% frá fyrri mánuði.

Aflaverðmæti drógust saman um 400 milljónir á milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 46,1 milljarði króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2011 samanborið við 46,5 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 382 milljónir eða 0,8% á milli ára. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.

Atvinnuleysið 8,5% á öðrum ársfjórðungi

Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 15.800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,5% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,5% hjá körlum og 7,4% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 400 manns.

Atvinnulífið gleggra eftir hrun

Kannanir á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til þróunar efnahagsmála eru reglulega birtar. Guðjón Emilsson hagfræðingur hefur kannað forspárgildi slíkra kannanna.

Töluverðar hækkanir á fasteignaverði

Töluverðar hækkanir hafa orðið á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu undanfarna mánuði eða rúmlega 6%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 321,2 stig í júní síðastliðnum og hækkar um 0,5% frá fyrri mánuði.

Sala á steinolíu hefur tífaldast á sex árum

Sala á steinolíu hefur snaraukist á undanförnum árum. Í fyrra var hún tíu sinnum meiri en árið 2005. Mjög hefur færst í vöxt að steinolía sé notuð á eldri dísilbíla, ýmist hrein eða blönduð í dísil, enda er lítrinn af steinolíu tugum króna ódýrari en dísilolíulítrinn.

Methagnaður hjá Apple

Bandaríski tölvurisinn Apple skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 7,3 milljörðum dollara eða um 860 milljörðum kr. Jókst hagnaðurinn um 125% frá sama tímabili í fyrra.

Horfa til viðskipta við gagnaver

Undirbúningur að lagningu á nýjum sæstreng til gagnaflutninga milli Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland er hafinn. Leggja á strenginn næsta sumar, en eigendur hans horfa meðal annars til viðskipta við gagnaver hér á landi.

Samdráttur í fataverslun

Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3 prósent á föstu verðlagi í júní borið saman við sama mánuð í fyrra. Á sama tímabili dróst fataverslun saman um 6,5 prósent á föstu verðlagi. Verð á dagvöru hefur hækkað um 3,3 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Sjá næstu 50 fréttir