Fleiri fréttir

Áfallaþykkni

Kolbeinn Marteinsson skrifar

Haustið 1995 flutti ég aftur í foreldrahús í nokkra mánuði eftir þvæling erlendis. Ég vann þennan veturinn eins og skepna til að borga skuldir og halda á ný út. Eitt hádegið fór ég í mat heim í Kópavoginn. Þar var enginn friður og mér lenti eitthvað saman við móður mína og úr varð að ég rauk út og ákvað að bíða félaga míns í Hamraborginni. Þar var skítkalt og því var ráðið að bíða í verslun Nóatúns.

Stærri og sterkari sveitarfélög

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905.

Innleiða þarf hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinn

Vigdís Bergsdóttir og Dagur Bollason skrifar

Hringrásarhagkerfið hefur verið mikið í umræðunni síðastliðin ár sem arftaki línulega hagkerfisins og snýst um að aðlaga það að náttúrulegum ferlum. Í náttúrunni er ekkert sem heitir rusl en sá úrgangur sem fellur til er liður í hringrás – visnað lauf fellur til jarðar og verður að endingu mold.

Stolt út um allt!

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Við fögnum fjölbreytileikanum á 20 ára afmæli Hinsegin daga um þessar mundir. Hátíðin hefur svo sannarlega vaxið ár frá ári, þroskast og eflst þar sem fjölbreytileikinn birtist okkur í sífellt nýrri mynd.

Tvíeggjað sverð

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu.

Reginmisskilningur um EES-samninginn

Andrés Pétursson skrifar

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur hafið mikla herferð gegn EES-samningum í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki veit ég á hvaða vegferð bæjarstjórinn er eða hvaða tilgangi þessi skrif hans þjóna.

Þetta er ekki fyndið

Haukur Örn Birgisson skrifar

Til eru hópar í samfélaginu sem eiga undir högg að sækja. Þeir standa öðrum ekki jafnfætis þegar kemur að ýmsum réttindum, umfjöllun og virðingu. Í gegnum árin, áratugina og jafnvel aldirnar hafa þeir mátt þola níð, fordóma og óréttlæti af hálfu annarra. Með stöðugri baráttu sinni fyrir málstaðnum hefur þó flestum þeirra tekist að rétta hlut sinn. Baráttan skilar árangri.

Íseyjan

Davíð Stefánsson skrifar

Heimurinn breytist hraðar en við flest gerum okkur grein fyrir. Kínverjar eiga enn langt í land með að ná þeim kaupmætti og lífsgæðum sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Þeir eru engu að síður að slá hvert efnahagsmetið á fætur öðru. Utanríkisráðuneytið íslenska hefur ítrekað bent á þessa breyttu heimsmynd: Kínverska millistéttin er orðin fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna og Kanada samanlagt.

Já, fullveldið skiptir máli

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra.

Að setja varalit á þingsályktun

Gunnar Dofri Ólafsson skrifar

Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim.

Eldri borgarar sæta afarkostum

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir skrifar

Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína.

Fara fíklar í sumarfrí?

Helga Maria Mosty skrifar

Segjum sem svo að þú eða einhver nákominn þér sé fíkill. Að sá aðili hafi farið í fáar eða margar meðferðir. Gefum okkur að þessi aðili hafi verið edrú um nokkurt skeið en falli svo og vilji hjálp til að hætta.

Skólinn okkar – Illa búið að frístund

Sævar Reykjalín Sigurðarson skrifar

Í Kelduskóla, eins og mörgum öðrum skólum í Reykjavík, er frístund afgangstærð í huga þeirra sem fara með völdin yfir skólamálum.

Frá degi til dags

Sighvatur Arnmundsson skrifar

Þau Haraldur Benediktsson og Steinunn Þóra Árnadóttir hafa ekki verið öfundsverð af hlutskipti sínu sem sjöundi og áttundi varaforsetar Alþingis.

Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn

Guðni Ágústsson skrifar

Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið.

Grasið er grænast í Dalnum

Þórlindur Kjartansson skrifar

Síðasta sumar reyndi veðráttan svo mjög á þolrif margra Íslendinga að þeir gerðu snemmbúnar ráðstafanir í vetur til þess að tryggja sér sól í júlí.

Óþörf nefnd

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar

Fólk veit yfirleitt hvenær það hefur farið illilega út af sporinu, en geri það sér ekki grein fyrir því eru margir reiðubúnir að láta það vita af því.

Næstbesti kosturinn

Logi Einarsson skrifar

Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland.

Sundlaugar og sæmdarvíg

Þorvaldur Gylfason skrifar

Reykjavík – Saga heimsins geymir dæmi um sátt og samlyndi ólíkra kynþátta í nábýli og einnig um ósátt og sundurlyndi.

Tvö skref til baka

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Boris, nýr forsætisráðherra Breta, slær mig frekar illa. Af sögu hans og ummælum að dæma virðist hann vera af kynslóð hinna óhæfu sem núna sest í valdastóla heims.

Allt að 86 vindmyllur í pípunum

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Fjárfestar fara mikinn á Íslandi um þessar mundir og hver áætlunin á fætur annarri skýtur upp kollinum um vindmyllugarða eða smávirkjanir þar sem beisla á sem mest af þeirri orku sem landið okkar fagra hefur upp á að bjóða.

Bjargvætturinn

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar

Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu manneskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn þess að grípa til aðgerða.

1 + 1 = 3

Guðmundur Kristján Jónsson skrifar

Áhrifamaður í skipulagi höfuðborgarsvæðisins á síðustu áratugum skrifaði grein í Kjarnann á dögunum þar sem hann lýsti efasemdum um áhrif fyrirhugaðrar Borgarlínu á umferðarmál í Reykjavík.

Sjá næstu 50 greinar