Fleiri fréttir

Var verð­bólgan fundin upp á Tenerife?

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar.

Mátturinn í hug­viti mann­kyns

Hrund Gunnsteinsdóttir og Ísabella Ósk Másdóttir skrifa

Alþjóðlegt matvælakerfi er dæmi um einstakt afrek mannkynsins. Það fæðir 7.9 milljarða manna og um 40% af mannkyni starfar í matvælakerfinu sem skapar um þriðjung af vergri heimsframleiðslu. Covid-heimsfaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga og átök eins og innrás Rússa í Úkraínu hafa varpað ljósi á hversu samofin kerfin og virðiskeðjurnar okkar eru.

Nei, veiði­gjöld eru ekki að hækka!

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir.

Leitin að hamingjunni

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Ég er 45 ára einstæð móðir sem er búin að vera að leita að hamingjunni síðastliðna mánuði. Ég er búin að vera frekar ötul í þessari leit því ég er staðráðin í því að snúa hlutum við. Ég nefnilega áttaði mig á því, mér til skelfingar, fyrir nokkrum mánuðum síðan, að allt mitt líf þá hef ég ekki verið sérstaklega hamingjusöm.

Um nauð­syn­lega auka­fjár­veitingu til fangelsis­mála

Erla María Tölgyes skrifar

Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða.

Te­ne­ferðir seðla­banka­stjóra og hamsturinn ég

Karl Guðlaugsson skrifar

Heildarskuldir mínar og litla fyrirtækisins míns sem ég rek voru 24 milljónir árið 2007. Ég væri skuldlaus maður í dag ef ekki hefði komið til hrunsins árið 2008 og enduðu skuldir mínar í 45 milljónum haustið 2008. En skítt með það.

Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar?

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið.

Píratar 10 ára: áratugur öðruvísi stjórnmála

Halldóra Mogensen skrifar

Píratar eru 10 ára og við erum komin til að vera. Við berjumst ekki gegn, við viljum ekki rífa niður. Við berjumst fyrir, byggjum upp og bjóðum fram lausnir. Við erum breiðfylking ungs fólks, fylking samfélags fyrir alla, umbótaafl í stjórnmálum, aðhald gegn spillingu – og við höfum mótað okkur sess sem ein af grunnstoðum íslenskra stjórnmála.

Hvernig viljum við eldast?

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár.

Upp­bygging í­búðar­hús­næðis og met­fjöldi lóð­a­um­sókna

Þuríður Lillý Sigurðardóttir skrifar

Að búa í víðfeðmu fjölkjarna samfélagi getur oft á tíðum verið flókið en það er jafnframt mjög lærdómsríkt því hver og einn byggðarkjarni býr yfir einstakri sögu sem einkennir hann og skilgreinir. Frá því ég tók sæti sem bæjarfulltrúi í maí hefur ýmislegt gengið á eins og venja er fyrir á þessum vettvangi.

Seðla­bankinn og eina verk­færið

Andri Reyr Haraldsson skrifar

Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið.

Öryggi íbúa á heil­brigðis­stofnunum: Fjötrar eða öryggis­búnaður?

Anna Björg Jónsdóttir,María Fjóla Harðardóttir,Steinunn Þórðardóttir og Sigurjón N. Kjærnested skrifa

Þjónusta við fólk á heilbrigðisstofnunum er reglulegt umræðuefni fjölmiðla og mikilvægt er að við sem störfum í heilbrigðisþjónustu séum ávallt tilbúin að fræða og upplýsa um það sem þar fer fram.

Ofneysla hátekjufólks er efnahagsvandinn

Stefán Ólafsson skrifar

Seðlabankinn réttlætir enn eina óþörfu hækkun stýrivaxtanna með rökum um að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur sé of mikill. Of margir fari of oft til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis.

Að­gengi að geð­heil­brigðis­þjónustu fanga

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Stefna stjórnvalda í geðheilbrigðismálum er á þá leið að þverfagleg mönnun í geðheilbrigðisþjónustu eigi að vera í samræmi við þjónustuþörf á hverju þjónustustigi með tilliti til viðfangsefna. Við sem lifum og hrærumst í málefnum jaðarsettra hópa samfélagsins vitum sem er, að þar er víða pottur brotinn og stefna stjórnvalda eingöngu orðin tóm.

Veikt eða slasað barn skal eiga rétt á um­önnun for­eldra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Á undanförnum árum hefur umræða um rétt og réttindi barna farið vaxandi. Þetta má m.a. rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem gjarnan er nefndur barnasáttmálinn. Réttur barns til samvista við foreldra og til umönnunar telst til mikilvægustu réttinda sáttmálans og felur í sér einn af hornsteinum hans.

Maður á sviði: Narsissisti í nánu sam­bandi

Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar

Þegar ég var yngri bjó ég í London og kynntist manni. Með okkur tókust náin kynni og eyddum við töluverðum tíma saman. Hann var heillandi og áhugaverður og mér þótti mikið til hans koma. Hann hældi mér mikið og sagði mig bera af öðrum konum á öllum sviðum. Sum hólin voru svo yfirþyrmandi að ég átti bágt með að trúa þeim en ég var ung og það var gaman að trúa þeim.

Stríð gegn skynseminni

Atli Bollason skrifar

Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins.

Mann­réttindi: Á­byrgð fyrir­tækja/Eru mann­réttindi brotin í þinni virðis­keðju?

Björgheiður Margrét Helgadóttir skrifar

Ég opna samfélagsmiðla og við mér blasir myndband af fátæku barni í skelfilegum aðstæðum við barnaþrælkun að sauma föt. Ég hugsa með mér hvað þetta ástand sé nú hrikalegt þarna út í heimi, legg frá mér símann sem var framleiddur við álíka aðstæður, klæði mig í fötin saumuð í útlöndum af konum í neyð og gleymi myndbandinu um leið og ég byrja að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld.

Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga?

Lög­reglu­menn vilja betri búnað og heimildir

Fjölnir Sæmundsson skrifar

Undanfarið ár hef ég oft komið fram í fjölmiðlum og skrifað greinar og pistla í dagblöð og félagsblað okkar lögreglumanna, Lögreglumanninn, um þær hættur sem stafa að þjóðfélaginu og lögreglumönnum sérstaklega.

Frá orðum til athafna

Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Atvinnulífið ber ótvíræðan hag af því að allt starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til launa, starfa og starfsþróunar óháð kynferði. Það liggur í augum uppi að ekkert fyrirtæki hefur hagsmuni af því að mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði eða öðrum þáttum eins og kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Til hamingju með 10 árin kæru Píratar - í öllum flokkum og utan

Jón Þór Ólafsson skrifar

Frá ‘Frelsissáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata.

Börnin sem bjarga heiminum

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar

Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða.

Rangfærslur Ísteka

Rósa Líf Darradóttir skrifar

Í Reykjavík síðdegis þann 17.11.2022 var tekið viðtal við Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Ísteka, um blóðmerahald fyrirtækisins. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) vilja koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum við málflutning framkvæmdastjórans.

Ferðaþjónustan kom vel undan vetri

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum.

Þolendum mansals refsað

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Vel á annan tug erlendra kvenna hafa dvalið í gæsluvarðhaldsklefum fangelsisins á Hólmsheiði undanfarnar vikur og mánuði. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er að neyðin bankaði á dyr og fyrir vikið enduðu þær sem fórnarlömb mansals.

Kúnstugt við­tal við Katrínu

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu.

Ein­greiðsla til ör­yrkja

Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Í því ástandi sem við höfum búið við undanfarin ár, glímu við covid-19 og nú verðbólgu sem herjar verst á þá sem minnst hafa, er sjálfsagt réttlæti að fötluðu fólki sé bættur skaðinn að því litla leiti sem skattlaus eingreiðsla að upphæð 60.000 kr. getur gert það.

Boltinn er enn hjá vinnu­markaðnum

Halldór Benjamín Þorbergsson og Konráð S. Guðjónsson skrifa

Það kom mörgum á óvart þegar peningastefnunefnd Seðlabanks ákvað að hækka vexti um aðeins 0,25 prósentustig í október síðastliðnum. Vextir höfðu þá hækkað um 3,5 prósentustig á árinu og verðbólga 9,3% - langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiðinu. Á sama tíma, sem kom kannski enn meira á óvart, gaf seðlabankastjóri í skyn að ekki myndi endilega koma til frekari vaxtahækkana.

Út­tekt á um­kvörtunum í garð MAST

Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur gagnrýnt vinnubrögð Matvælastofnunar (MAST) harðlega að undanförnu vegna hægra viðbragða í málinu í Borgarbyggð þar sem um var að ræða alvarleg vanhöld á dýrum. Þegar litið er til vinnubragða stofnunarinnar í því máli er ljóst að ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarlegt varðandi dýr í neyð.

Hvernig byggja fjár­festar ó­dýrar í­búðir?

Ólafur Margeirsson skrifar

Í grein sem ég ritaði í rit Sameykis, „Stærri leigumarkaður hjálpar tekjulágum“, benti ég á þá staðreynd að erfitt er að byggja „ódýrt húsnæði". Það sem gerist oftar er að nýjar fasteignir eru byggðar (eða eldri endurnýjaðar) og þar sem nýtt er dýrara en gamalt er nauðsynleg leiga til að gera slíkar fjárfestingar aðlaðandi hærri en á eldri fasteignum.

Staf­rænn for­eldra­fundur um net­öryggi barna, þér er boðið

Þóra Jónsdóttir skrifar

Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja.

Til hamingju kæra barn

Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar

Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur.

Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn

Matthías Arngrímsson skrifar

Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða.

Vanda sig, takk!

Grétar Ingi Erlendsson skrifar

Það er alltaf gaman að sjá þegar okkar góðu þingmenn láta sig málefni sveitarfélaga varða. Það var þó minna gaman þegar ágætur þingmaður Pírata, Andrés Ingi á þingi, ákvað að gera Þorlákshöfn að þungamiðju ræðu sinnar á Alþingi í gær.

Eru dyrnar opnar í heil­brigðis­kerfinu fyrir veikasta fólkið okkar?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta

Sóun er dottin úr tísku!

Hugrún Geirsdóttir skrifar

Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda.

Falin skattheimta í skjóli samningsleysis

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti.

Á að fækka húsum?

Jónas Elíasson skrifar

Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra.

Bókabíllinn: úti að aka

Brynhildur Bolladóttir skrifar

Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma.

RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar

Ólafur Hauksson skrifar

Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims.

Styðjum við íslenska læknanema erlendis

Bjarki Þór Grönfeldt skrifar

Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum.

Barna­lán vinstri­stjórnar Fjarða­byggðar

Kristinn Þór Jónasson skrifar

Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð.

Rann­sóknar­nefnd strax

Guðbrandur Einarsson skrifar

Það hefur verið áhugavert að fylgja með viðbrögðum Bankasýslunnar við skýrslu Ríkisendurskoðanda. Bæði formaður og forstjóri hafa brugðist við og virðast ekki sjá neitt athugavert við leið sem valin var, hina svokölluðu tilboðsleið. Er Ríkisendurskoðandi m.a. sakaður um vanþekkingu á viðfangsefninu og seinagang.

Sjá næstu 50 greinar