Fleiri fréttir

Ís­land með stór­­leik í er­­lendum tón­listar­­mynd­böndum

Hvað eiga Justin Bieber, Avril Lavigne, Take That, Bon Iver, Alice DeeJay og David Guetta sameiginlegt? Eflaust getur ýmislegt komið upp í hugann en hvort sem það er að taka sundsprett í Jökulsárlóni eða ráfa um Reynisfjöru þá hafa þessar stjörnur tónlistarheimsins haft áhuga á því að tengja tónlist sína við íslensku náttúruna.

Kvikmyndatónlist kvenna sett í sviðsljósið

Laugardaginn 14.janúar verður haldinn sérstakur kvikmyndatónlistarviðburður í Bíó Paradís í samstarfi við Feminist Film Festival, Shesaid.so og Anima Productions.

Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA

Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun.

Tólf hundruð eldri borgarar mættu á general­prufu

Árlegu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hófu göngu sína í kvöld en fjórir tónleikar fara fram þetta árið. Tónleikarnir hafa verið haldnir síðan árið 1972. Hefð hefur skapast fyrir því að bjóða eldri borgurum á generalprufu tónleikanna.

Trommari Modest Mou­se látinn eftir glímu við krabba­mein

Jeremiah Green, trommuleikari bandarísku indírokksveitarinnar Modest Mouse, er látinn, aðeins 45 ára að aldri. Aðeins liðu örfáir dagar á milli þess að sveitin greindi frá því að Green glímdi við krabbamein þar til hann lést.

Vinsælustu lögin á FM957 árið 2022

Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2022 á stöðinni.

„Alltaf upp á líf og dauða“

Bubbi Morthens heldur þrítugustu og áttundu Þorláksmessutónleika sína í kvöld og stefnir á að spila þar til hann verði níræður. Hann segir lykilinn felast í því að leggja sig alltaf allan fram.

Lög ársins 2022 að mati Loga Pedro

Frumlegheit og fjölbreytni réðu ríkjum í tónlistarheiminum árið 2022 ef marka má ýmsa álitsgjafa sem Lífið á Vísi hefur rætt við. Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro er meðal þeirra en hér fyrir neðan deilir hann því sem honum fannst standa upp úr í tónlistinni frá árinu sem er að líða.

Syngur íslenskt lag í erlendri Netflix seríu

Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Anna Gréta flytur íslenska lagið „Hafið syngur“ í japönsku sjónvarpsseríunni First Love sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í nóvember. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá verkefninu.

Fjölbreyttur hópur íslenskra tónlistarkvenna í uppáhaldi

Tónlistarárið 2022 var viðburðaríkt og fjölbreytt og eflaust voru ótal margir sem nutu þess til hins ítrasta að geta upplifað tónleika í margmenni á ný. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Uppáhalds lög Birgittu Lífar árið 2022

Árið 2022 var með sanni viðburðaríkt í tónlistinni og fjölbreytileikinn skein skært með ólíkum tónlistarstefnum sem náðu vinsældum. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að deila með lesendum hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Með­limur BTS hefur her­þjálfun

Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar.

Bestu lög ársins að mati Binna Glee

Tónlistarárið 2022 var bæði fjölbreytt og viðburðaríkt. Hérlendis sló ýmislegt í gegn, allt frá endurgerð á sígildum dægurlögum yfir í rappið, og var að öllum líkindum eitthvað sem féll í kramið hjá hverjum og einum. Lífið á Vísi heyrði í nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

P!nk með vinsælasta lagið

Tónlistarkonan P!nk situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt „Never Gonna Not Dance Again“. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp listann undanfarnar vikur og er þetta í fyrsta skipti í dágóðan tíma sem hún er mætt á toppinn.

Mest spiluðu lögin á Spotify árið 2022

Streymisveitan Spotify gaf á dögunum út yfirlit af tónlistarárinu 2022 hjá hverjum og einum og hafa tónlistarunnendur því verið duglegir að deila sínum mest spiluðu lögum á samfélagsmiðlum. Samhliða því birti Spotify lista yfir 50 mest spiluðu lög ársins á veitunni undir heitinu „Top Tracks of 2022“.

Adele drekkur vín og þykir líkleg til vinsælda

Breska stórstjarnan og söngkonan Adele var kynnt inn sem líkleg til vinsælda á Íslenska listanum á FM í dag með lagið I Drink Wine. Lagið er að finna á plötunni 30 sem Adele sendi frá sér í fyrra.

Ómetanlegir styrkir fyrir íslenskar hljómsveitir í útrás

Alls sótti íslenskt tónlistarfólk um 22.8 milljónir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar bara í nóvember, en það er hærri upphæð en stærð sjóðsins hefur verið árlega fram að þessu. Alls hefur verið sótt um 145 milljónir á árinu, og enn er ein úthlutun eftir.

Brunaði yfir þrjú rauð ljós til að ná miðnæturkossinum

Listræna parið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hefur komið víða að í hinum skapandi heimi tónlistar og leiklistar en var í fyrsta skipti að gefa út lag saman í dag. Lagið ber nafnið Gamlárskvöld og fjallar textinn meðal annars um það þegar Júlí gerði heiðarlega tilraun til að kyssa Þórdísi, eða Dísu eins og hún er alltaf kölluð, á miðnætti fyrstu áramótin eftir að þau byrjuðu að hittast.

„Listin læknar ekki en hún hefur hjálpað“

„Mig langaði ekki að textinn yrði beint um pabba því ég held að ég hafi bara ekki verið tilbúin í það,“ segir tónlistarkonan Rósa Björk Ásmundsdóttir um lagið Jólin með þér sem hún og Helena Hafsteinsdóttir voru að senda frá sér en þær mynda sviðslistahópinn heró. Ásamt laginu var að koma út tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum.

Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni

Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið.

Sjá næstu 50 fréttir