Fleiri fréttir

Svona verður uppröðunin á lokakvöldi Eurovision

Nú liggur fyrir að Ísland verður átjánda landið á svið á úrslitakvöldi Eurovision keppninnar á laugardag. Systur eru að rísa ofar í veðbönkunum eftir seinna undankvöldið í gær og eru í tuttugasta sæti þegar þetta er skrifað, Úkraínu er enn spáð sigri.

Júrógarðurinn: Seinna undanúrslitakvöldið

Í kvöld keppa átján lög á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 

Tæknivandamál á æfingu fyrir seinna undankvöldið

Löndin sem keppa á seinna undankvöldi Eurovision annað kvöld æfa nú í höllinni. Þetta er síðasta æfing keppenda fyrir dómararennslið í kvöld en eins og fram hefur komið er það einstaklega mikilvægt. 

Ís­landi spáð 23. sæti á úr­slita­kvöldinu

Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 

Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust

Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun.

Gítargrip og texti Með hækkandi sól

Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld og Systur munu stíga á svið og flytja Með hækkandi sól fyrir Íslands hönd. Hörðustu Júró-aðdáendur munu líklega blása til teitis í kvöld til að hvetja okkar konur áfram og verður því að gera fólki mögulegt að grípa í gítarinn og syngja með systrum. 

Hefur farið 23 sinnum á Eurovision

Peter Fenner er mikill Eurovision spekúlant sem hefur oft á tíðum verið íslenskum hópum innan handar í keppninni og aðstoðað íslenska Eurovision þula. Hann hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra Eurovision laga á borð við This is my life og Valentine Lost og segist elska íslenska listamenn. Blaðamaður hafði samband við þennan lífskúnstner og fékk hann til að svara nokkrum Júró-spurningum.

„Ég var fæddur til að bumpa“

Love Bump 22 er ný útgáfa Love Guru af fyrsta laginu sem Boney M gáfu út, „Baby do ya wanna bump“ sem kom út árið 1975. Love Guru segir að hér sé sungið um þokkafyllsta dans sögunnar, The Bump sem á einmitt 50 ára afmæli um þessar mundir.

Júrógarðurinn: Bróðurmissirinn setti Eurovision í nýtt samhengi

William Lee Adams er mikill Eurovision sérfræðingur en hann heldur uppi síðunni Wiwibloggs ásamt því að starfa fyrir breska fjölmiðilinn BBC. Júrógarðurinn hitti á William hér í Tórínó og áttum við í einlægum, skemmtilegum og fallegum samræðum um Eurovision.

Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision

Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir.

„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“

Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn.

Sjö íslensk lög inn á topp tíu

Íslenski listinn er mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar enda hefur tónlistarfólk landsins verið að gera öfluga hluti.

Brösuleg æfing hjá Svíum

Fyrsti dagur okkar á Eurovision var heldur betur viðburðarríkur. Við mættum í blaðamannahöllina og tókum púlsinn á Kristínu Kristjánsdóttur hjá FÁSES, félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Hin spænska Chanel í uppáhaldi hjá blaðamönnum í Tórínó

Í dag æfa í Eurovision höllinni þau fimm lönd sem eru örugg áfram á úrslitakvöldið eftir viku. Sigurvegarar síðasta árs, Ítalir, taka nokkrar æfingar á sviðinu ásamt keppendunum frá Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi. 

Dóri DNA gefur út lag sem Sanders

Á miðnætti kemur út nýtt lag með rapparanum, grínistanum og rithöfundinum Dóra DNA. Dóri bregður sér þó í gervi kjúklingaofurstans Colonel Sanders í laginu.

„Leyfa sér að vera berskjaldaður, treysta og þar með upplifa ástina“

Tónlistarkonurnar Zoë Vala og Gunnur Arndís voru að senda frá sér lagið Baby The Ocean, sem er seiðandi popp sumarsmellur með jazz innblæstri. Lagið fjallar um að leyfa sér að vera berskjaldaður, treysta og þar með upplifa ástina og allt það fallega sem hún getur haft í för með sér.

Sjá næstu 50 fréttir