Fleiri fréttir

Ekki kvíðinn fyrir tón­leikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita

Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin. 

Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra

Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin.

Krakkar í Grundar­firði brjóta upp á kófið og gefa út jóla­lag

„Jæja kæru vinir nú er jólafrí, skundum heim í fílinginn og treystum því að allt fari vel og amma fái að kíkja í heimsókn. Sóttkví, grímur, skólabækur, fjas og fár, skelltu þér í Covid-test og vertu klár fyrir jólaboð, áramótapartý og gleði.“

Lady Gaga í jólabúning

Nú er innan við vika til jóla og jólastemningin er við það að ná hámarki á Íslenska listanum á FM957.

Alltaf verið skotin í níunda áratugnum

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Bestu erlendu lög ársins að mati Óla Dóra

Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Á mánudaginn taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. 

Partýjól á Íslenska listanum

Íslenski listinn heldur áfram að vera í jólaskapi og kynnir inn áhugavert og óhefðbundið jólalag í hverri viku.

Íslenski listinn kynnir jólalag vikunnar

Íslenski listinn á FM957 ætlar í desember mánuði að rannsaka vídd jólalaga og kynna til leiks jólalag vikunnar á hverjum laugardegi í þætti vikunnar. 

Íslenski listinn: Ed Sheeran á uppleið

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er góðvinur íslenska listans á FM957 þar sem ótal margir smellir frá honum hafa trónað á toppnum í gegnum tíðina.

Samið með heima­bæinn í huga

Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan.

Til­nefningar til Kraum­sverð­launanna 2021 til­kynntar

Kraumsverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn síðar í þessum mánuði þar sem verðlaun verða veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Arnar Eggert fékk Lítinn fugl

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur víða um land í dag með ýmsum hætti en í Iðnó við tjörnina var haldin stutt hátíðarsamkoma að þessu tilefni þar sem veittar voru viðurkenningar tileinkaðar deginum og heiðursverðlaun dagsins, kennd við Lítinn fugl.

Jelena, Maggi Kjartans og Tryggvi á Degi íslenskrar tónlistar

Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á miðvikudag. Á fjölum Iðnó við tjörnina verður efnt til dagskrár í tilefni dagsins, þar sem veittar verða viðurkenningar þeim verkefnum sem þótt hafa staðið upp úr síðustu misseri - auk heiðursverðlauna dagsins, sem kennd eru við Lítinn fugl.

Föstudagsplaylisti Bergs Thomas Anderson

Bergur Thomas Anderson er tón- og myndlistarmaður sem hefur komið víða við, hefur m.a. verið bassaleikari sveitanna Sudden Weather Change, Grísalappalísu og Oyama, en á dögunum kom út hans fyrsta sólóplata.

Dívur frá Detroit á toppnum

Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög október og nóvembermánaðar. Á toppnum trónir Dames Brown, tríó söngdíva frá Detroit.

Ólafur Arnalds til­­­nefndur til tveggja Gram­­my-verð­­launa

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hlaut í dag tvær tilnefningar til hinna virtu Grammy-verðlauna fyrir tvö lög af nýjustu breiðskífu sinni some kind of peace. Platan sem kom út í fyrra hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en þar sýnir Ólafur persónulegri hlið en hann hefur sýnt áður. 

Evu Cassidy dreymir um að feta í fótspor frænku sinnar

Eva Cassidy syngur í kirkjukór og dreymir hana um að taka þátt í Vælinu, söngvakeppni Verzlunarskólans. Það er þó ekki sú Eva Cassidy sem okkur flestum er kunnug, heldur fimmtán ára gömul frænka hennar og nafna sem á ekki langt að sækja sönghæfileikana.

Kanye og Dra­ke halda tón­leika saman

Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Dra­ke, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust ó­vænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tón­leikum þann 9. desember næst­komandi í til­raun til að reyna að fá banda­rísk yfir­völd til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum.

DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans

Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins!

Bylgjan órafmögnuð: Hreimur flytur sín þekktustu lög

Tónlistarmaðurinn Hreimur stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Seldist upp á 90 mínútum

Hljómsveitin Sign fagnar tuttugu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Vindar og Breytingar, í Iðnó þann 27. nóvember í samstarfi við X977. 

Hvað er svona merki­legt við All Too Well og nýju plötuna hennar Taylor?

Níu árum eftir útgáfu Red, einnar vinsælustu plötu poppstjörnunnar Taylor Swift, hefur hún gefið plötuna út að nýju. Red (Taylor's Version) hefur verið mál málanna meðal netverja frá því að hún kom út á föstudag og ný stuttmynd við lagið All Too Well hefur skekið samfélag netverja.

Árið 1996 var hápunktur í útgáfu danstónlistar

Safnplatan PartyZone 96 á tuttugu og fimm ára útgáfuafmæli um þessar mundir. Í tilefni af því er bæði platan og besta danstónlist þess tíma spiluð í nýjustu tveimur þáttum PartyZone og er hægt að hlusta á þá á Vísi og í öppum Bylgjunnar, FM957 og X977. 

Sjá næstu 50 fréttir